fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fókus

Rússar banna mynd um dauða Stalíns

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. janúar 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menningarráðuneyti Rússlands hefur afturkallað leyfi fyrir útgáfu nýjustu myndar Armando Iannucci, The Death of Stalin. Um er að ræða kolsvarta kómedíu um síðustu daga leiðtoga Sovétríkjanna sálugu og fer Steve Buscemi með eitt aðahlutverkanna.

Í frétt breska blaðsins Guardian kemur fram að háttsettir embættismenn í Rússlandi hafi kvartað vegna myndarinnar, sagt hana móðgandi og öfgakennda eftir sýningu á mánudagskvöld. Áður hafði nefnd innan ráðuneytisins mælt með því að frumsýningu myndarinnar yrði frestað vegna þess að um svipað leyti voru 75 ár liðin frá orrustunni um Stalíngrad.

Armando Iannucci, sem er einna besta þekkt fyrir að vera handritshöfundur Veep og The Thick of It, segir að Rússar hafi tekið myndinni vel, bæði blaðamenn og aðrir. „Ég hef heyrt tvennt um myndina; að hún sé fyndin en sönn. Ég er enn sannfærður um að við fáum að dreifa henni í Rússlandi,“ segir hann.

Myndin hefur hlotið góða dóma víðast hvar og var hún til dæmis tilnefnd til tveggja BAFTA-verðlauna. Á vefnum Metacritic er hún með einkunnina 88 af 100 mögulegum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“

Bubbi segir ofuráhersluna á Eurovision orðna einum of – „Þetta gerir íslenskri tónlist engan greiða“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann

Nágranni Einars kvartaði mikið undan uppátækjum hans – Brá heldur í brún þegar hann leit út um eldhúsgluggann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði

Töfrandi og friðsæl eign á eftirsóttum stað í Hafnarfirði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“

Vikan á Instagram – „Þegar hestakonur koma saman… þá er gaman“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“

Ferðamaður tók saman hvað hann eyddi mikið í mat á viku – „Ef þú ætlar til Íslands, byrjaðu að spara núna“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi

Tilkynna kynið með krúttlegu myndbandi