fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Michael Moore jarðar Trump: „Dömur mínar og herrar, síðasti forseti Bandaríkjanna“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 9. ágúst 2018 18:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsta stiklan er lent fyrir nýjustu heimildarmynd kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore, en þar er Donald Trump Bandaríkjaforseti settur undir smásjánna og tekinn harðlega fyrir.

Myndin ber heitið Fahrenheit 11/9 og er það vísun í verðlaunamynd Moore frá 2004 og dagsetninguna 9. nóvember þegar tilkynnt var að Trump yrði forseti Bandaríkjanna.

Nýja mynd Moore verður uppsett með svipuðum hætti og Fahrenheit 9/11, en þar fjallaði Moore með eftirminnilegum hætti um George Bush yngri og stríð Bandaríkjanna gegn Írak. Sú mynd var á sínum tíma tekjuhæsta heimildarmynd sögunnar og, eins og sjá má í neðangreindri stiklu, telur Moore daga Trump vera talda og leynir ekki heift sína.

„Dömur mínar og herrar, síðasti forseti Bandaríkjanna“

Stikla myndarinnar var afhjúpuð á Twitter-síðu Huffington Post fyrr í dag.

Fahrenheit 11/9 verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í September. Ekki er enn vitað hvort myndin verði sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær
Fókus
Fyrir 4 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna