fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026

Heimskort Söguhrings kvenna afhjúpað

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 13. júní 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt listaverk, heimskort, Söguhrings kvenna var afhjúpað með pompi og prakt síðastliðinn sunnudag á Listahátíð í Reykjavík.

Konurnar kynntu sig og fjölluðu um táknin sem þær hafa verið að nota og að lokum var gestum og gangandi boðið að prófa punktamálunina. Fallegt listaverk og vel heppnuð sýning.

Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N. á Íslandi. Söguhringurinn er vettvangur fyrir konur til að skiptast á sögum, segja frá reynslu sinni og menningarheimi og vera hluti af skapandi umhverfi. Félagsskapurinn er opinn öllum konum sem langar að hitta aðrar konur, deila hugmyndum og ekki síst njóta samvista í afslöppuðu andrúmslofti. Söguhringurinn er kjörinn staður til tungumálaæfinga fyrir þær sem vilja ná betri tökum á íslensku. Allar konur velkomnar.

Hægt er að fylgjast með á Facebook, þar sem er bæði hópur og likesíða.

Markmið með söguhringnum er að:

  • styrkja tengsl kvenna á Íslandi
  • skapa vettvang þar sem konur geta skipst á sögum, hvort sem er persónulegum eða bókmenntalegum
  • nota listræna sköpun til að stuðla að félagslegum tengslum milli kvenna
  • skapa skilyrði fyrir frjálslega samveru þar sem konur geta deilt menningarlegum bakgrunni sínum gegnum frásögn, tónlist, texta, dans, matseld, kvikmyndir og fleira
  • styrkja erlendar konur til að tjá sig um ýmis málefni á íslensku
  • styrkja virðingu fyrir mismunandi menningarheimum

Annað sem söguhringurinn býður upp á er að:

  • fara saman á menningarviðburði
  • fara út í náttúruna

Myndirnar eru af Facebooksíðu Borgarbókasafnsins og skoða má fleiri myndir hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Nýtt met í Sádi Arabíu – Tóku að meðaltali einn af lífi á hverjum degi árið 2025

Nýtt met í Sádi Arabíu – Tóku að meðaltali einn af lífi á hverjum degi árið 2025
Pressan
Fyrir 10 klukkutímum

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki

Var við hestaheilsu þar til hann komst í tæri við orkudrykki
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims

Konan sem slátraði Jésú látin – Óvænt ein vinsælasta mynd heims
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

„Einn af fáum sem ég nenni að hlusta á tala um fótbolta“

„Einn af fáum sem ég nenni að hlusta á tala um fótbolta“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Goddur lést á Biskupstungnabraut

Goddur lést á Biskupstungnabraut
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu

Kvartaði yfir mismunun og stjórnarskrárbrotum í heilbrigðiskerfinu
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla