fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Finnar fást við flóttamannastrauminn

Mynd eftir þekktast kvikmyndagerðarmann Finnlands opnar Stockfish Film Festival í kvöld

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival hefst í kvöld í Bíó Paradís þegar nýjasta mynd hins virta finnska kvikmyndagerðarmanns Aki Kaurismäki, Toivon tuolla puolen (sem nefnist The Other side of Hope á ensku), verður sýnd. Myndin hlaut Silfurbjörninn, verðlaun fyrir bestu leikstjórn, á kvikmyndahátíðinni í Berlín á dögunum. Myndin fjallar um fyrrum farandsölumann, núverandi veitingahúsaeiganda og pókerspilara, sem vingast við hóp af flóttamönnum sem eru nýkomnir til Finnlands.

Hátíðinni verður hins vegar þjófstartað með meistaraspjalli með einum af handritshöfundum sjónvarpsþáttarins Brúarinnar, svíanum Måns Mårlind, í dag klukkan 16.00. Spjallinu verður stjórnað af Huldari Breiðfjörð og fer það fram á ensku.

Um 30 kvikmyndir verða sýndar á hátíðinni auk fjölda viðburða, pallborðsumræðna, meistaraspjalls og stuttmyndakeppninni Sprettfiskur. Heiðursgestir hátíðarinnar verða franski leikstjórinn Alain Guiraudie sem er þekktur fyrir kvikmyndir sem fjalla yfirleitt á einn eða annan hátt um kynhneigðir, ástir og ástríður, og króatíski leikstjórinn Rajko Grlic sem hefur leikstýrt fjölda stuttmynda og heimildamynda. Þeir báðir munu sýna þrjár myndir hvor og vera viðstaddir Q&A sýningar mynda sinna.

Hér má sjá alla dagskrá hátíðarinnar sem stendur til 5. mars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 6 dögum

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk
Fókus
Fyrir 1 viku

Íslandsvinurinn lifir einmanalegu lífi eftir að honum var slaufað

Íslandsvinurinn lifir einmanalegu lífi eftir að honum var slaufað