fbpx
Mánudagur 15.apríl 2024

„Æ fleiri finna hjá sér kraftinn til að segja þessu rugli að fara til fjandans“

Alexander Roberts, sviðslistamaður, gerir upp menningarárið 2017

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 30. desember 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins 2017 sem birtist í áramótablaði DV verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til hóps álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándann munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2017 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Mynd: Davíð Þór Guðlaugsson

Alexander Roberts

Sviðslistamaður, listrænn stjórnandi Reykjavík Dance Festival og fagstjóri alþjóðlegs meistaranáms í samtíma sviðslistum.

Hvað var eftirminnilegasta listaverk eða menningarafurð ársins 2017?

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2017?

Femínismi er augljóslega sigurvegari árins 2017 á Íslandi. #Metoo-herferðin hér heima og erlendis, og allt það sem hefur gerst í kjölfarið, mun breyta Íslandi og heiminum um ókomna tíð. Ég er sannfærður um þetta.

Ég vil samt ekki fagna of snemma, enda er heimurinn ennþá að miklu leyti í alvarlegu rugli. Flest okkar glíma sífellt við þá spurningu hvernig við getum tekið ábyrgð og snúið við straumnum. Æ fleiri finna hjá sér kraftinn til að segja þessu rugli að fara til fjandans, og ég tel að 2017 muni gefa okkur nóg eldsneyti og samtakamátt fyrir stórt 2018. Samtvinnað, and-rasískt, and-nýlendusinnað, hinsegin, millitegunda, feminískt samfélag fæðist von bráðar – og það marserar til okkar undir slagorðinu „samþykki og hlustun skiptir öllu máli.“ Það er nauðsynlegt að hvetja áfram alla þá sem hafa fundið hjá sér kraftinn til að segja það sem þarf að segja, að hlusta á það sem er erfitt að heyra, og bregðast við öllu sem þeir hafa séð og heyrt, í átt að annars konar heimi.

Þess vegna vil ég leggja sérstaka áherslu á þá list sem stuðlar að von, samstöðu, hlustun, umhyggju, flæðandi kyngervi, jákvæðri afstöðu til kynlífs, vinskap og heitir því að hlusta eftir þeim röddum sem er erfiðast að heyra. Þetta eru verk sem vilja vera beinskeytt, ekki bara í andspyrnu sinni, heldur einnig í því að bjóða upp á nýjar leiðir fyrir fólk til að deila rými, til að hlusta, til að hugsa um hvert annað og upplifa ánægju í sameiningu.

Að þessu leyti stóðu upp úr fyrir mig Hlustunarpartý eftir Ásrúnu Magnúsdóttur, hljómsveitin Gunnar and the Rest (fyrsta íslenska hljómsveitin einungis skipuð meðlimum með fatlanir), The Post-Performance Blues Band, Mothership eftir Önnu Kolfinnu Kuran, Being eftir Báru Sigfúsdóttur, Queer Ballroom for Hot Bodies of the Future eftir Gerald Kurdian, Personal Symphonic Moment eftir Elinu Pirinen, Expressions eftir Steinunni Ketilsdóttir, Lost Homes eftir Kviss Búmm Bang, Útópía með Björk, Slitförin eftir Fríðu Ísberg, Journey to the Centre of the Earth í Frystiklefanum á Rifi (og það hvernig þau unnu með og fengu nærsamfélagið að taka þátt í sköpun verksins), FÓRN Íslenska dansflokksins, opnun Marshall-hússins (og sú sameinaða hugsjón sem það krafðist til að láta það allt koma saman), dvöl Andrýmis í Iðnó og raunar enduropnun Iðnó í sjálfu sér. Allt þetta hefur gert mig mjög vongóðan.

Mörg þessara verka voru ekki aðeins mikilvæg fyrir mig og þá sem gesti sem upplifðu þau, heldur einnig vegna þess hvernig þau urðu til. Ég elskaði til dæmis sögurnar af flautuklúbbi Bjarkar, þar sem hópur flautuleikara hittist einu sinni í viku til að spila saman á flautu, og hinsegin og feminískum leshring Geralds, sem var á sama tíma kór og lagasmíðaklúbbur. Þessi listaverk sköpuðu vettvang fyrir samfélög og hreyfingar til að myndast – mótuð í kringum ánægju, þrá og vinskap, en á sama tíma um pólitíska reiði og knýjandi þrá eftir annars konar heimi. Nánast öll verkin sem ég nefni vinna í grunninn út frá slíku siðferði. Og þar sem ég hef í nokkrum tilfellum orðið vitni sköpun verkanna get ég sannarlega sagt: ég trúi! Eða eins og Rosi Braidotti orðaði það: „ekki kveljast, skipuleggið ykkur, því það er svo margt sem þarf að gera“.

Þau sem þekkja til mín gætu bent á að stór hluti þessara listamanna tengdust danshátíðinni sem ég stýri. Það eina sem ég get sagt mér til varnar er að það er óhjákvæmilegt að ég vilji vinna með þeim listamönnum sem ég hef mesta trú á – og þykist ekki gera neitt annað.


Menningarárið 2017 gert upp:

Alexander Roberts, sviðslistamaður
Ásgeir H. Ingólfsson, blaðamaður og skáld
Birta Guðjónsdóttir, myndlistarmaður og sýningastjóri
Brynja Pétursdóttir, danskennari
Dýrfinna Benita (Countess Malaise), tónlistar- og myndlistarkona
Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA
Guðni Valberg, arkitekt
Jóhann Helgi Heiðdal, heimspekingur
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson, tölvuleikjasmiður og tónlistarmaður
María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA magasín
Silja Aðalsteinsdóttir, bókmenntafræðingur og leikhúsgagnrýnandi
Sjón, rithöfundur
Stefán Baldursson, leikstjóri
Yean Fee Quay, sýningastjóri

Menningarannáll DV 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Fólk trúir ekki eigin augum – Sjáðu hvað Britney Spears birti í nýjustu færslu sinni

Fólk trúir ekki eigin augum – Sjáðu hvað Britney Spears birti í nýjustu færslu sinni
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Leiknum frestað eftir að leikmaður Roma hneig niður – Er á batavegi

Leiknum frestað eftir að leikmaður Roma hneig niður – Er á batavegi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Allt varð vitlaust er liðið vann deildina í fyrsta sinn – Magnaður árangur

Sjáðu myndbandið: Allt varð vitlaust er liðið vann deildina í fyrsta sinn – Magnaður árangur
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV

Ný rannsókn bendir til hugsanlegrar lækningar á HIV
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu

Saklaus háskólanemi trendaði á Twitter sem hnífstungumorðinginn í Ástralíu