fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Spacey klipptur út úr fullkláraðri mynd

Aðstandendur All the money in the world ætla að taka öll atriðin aftur upp með leikaranum Christopher Plummer

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 9. nóvember 2017 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskarsverðlaunaleikarinn Kevin Spacey verður klipptur út úr nýjustu kvikmynd leikstjórans Ridley Scott, All the money in the world, og annar leikari fenginn til að endurleika atriði hans í myndinni. Ákvörðnin er tekin í kjölfar fjölda ásakana á hendur Spacey um kynferðislega áreitni. Forsýningu myndarinnar, sem átti að fara fram á kvikmyndahátíðinni AFI Fest þann 16. nóvember hefur verið aflýst, en stefnt er á að halda í upprunalegan frumsýningardag myndarinnar eftir rúmlega einn og hálfan mánuð, þann 22. desember. Það er kvikmyndavefurinn Deadline sem greindi fyrst frá fréttunum.

Á undanförnum dögum og vikum hafa komið fram æ fleiri ásakanir frá mönnum sem segja Spacey hafa áreitt sig misalvarlega á undanförnum áratugum, meðal annars við tökur á kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og þar sem hann hefur starfað sem listrænn stjórnandi í leikhúsinu Old Vic í London. Í kjölfar ásakanna hefur verið hætt við að veita honum heiðurviðurkenningu Emmy-verðlaunanna eins og til stóð, hætt hefur verið við framleiðslu á sjöttu þáttaröð House of Cards og kvikmynd um ævi Gore Vidal þar sem Spacey átti að fara með aðalhlutverkið.

Ólíkt þessum verkefnum var tökum á All the money in the world hins vegar lokið og myndin raunar tilbúin þegar leikstjórinn Ridley Scott og framleiðslufyrirtækið Imperative Entertainment tóku ákvörðunina að klippa Spacey aljgörlega úr myndinni. Myndin er byggð á sönnum atburðum sem áttu sér stað árið 1973 þegar mannræningjar námu á brott John Paul Getty III, sonarson olíujöfursins John Paul Getty. Spacey lék hinn einræna og aldraða auðmann – og þurfti gangast undir fimm klukkustundar förðunaraðgerð á degi hverjum til að líta út fyrir að vera áratugum eldri – en nú hefur verið ákveðið að hinn 87 ára gamli Cristopher Plummer muni endurleika atriðin.

Kvikmyndarisinn Sony sem stendur á bak við myndina ku hafa krafist þess að myndin yrði frumsýnd á réttum tíma þrátt fyrir breytingarnar. Helsta ástæðan er líklega sú að í janúar hefst ný leikin sjónvarpsþáttaröð um sama efni, en þáttunum verður leikstýrt af breska verðlaunaleikstjóranum Danny Boyle. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu segir enn fremur að það væri ósanngjarnt gagnvart öðrum þátttakendum í myndinni að fresta henni: „Það væri mikið óréttlæti að refsa þeim öllum fyrir misgjörðir eins aukaleikara í myndinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því