fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025

Kazuo Ishiguro hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. október 2017 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enski höfundurinn Kazuo Ishiguro hlýtur Nóblesverðlaunin í bókmenntum árið 2017. Þetta tilkynnti Sara Danius aðalritari sænsku Nóbels-akademíunnar í Stokkhólmi rétt í þessu.

Danius sagði að skrif Ishiguro væru eins og blanda af skáldsögum Jane Austen og skrifum Franz Kafka með örlitlum bita af Marcel Proust.

Nokkrar bækur eftir Ishiguro hafa komið út í íslenskri þýðingu, Veröld okkar vandalausra, Óhuggandi, Í heimi hvikuls ljós, Slepptu mér aldrei og hans þekktasta skáldsaga: Dreggjar dagsins.

Verðlaunin eru líklega æðsti heiður sem lifandi rithöfundi getur hlotnast. Verðlaunaféð er þá umtalsvert: um átta milljónir sænskra króna. Fagaðilar hvaðanæva úr heiminum senda akademíunni tilnefningar, en 5 manna nefnd á vegum hennar velur sigurvegarann ár hvert. Verðlaunaathöfnin sjálf fer fram í desember.

Ishiguro er hundraðasti og fjórtándi Nóbelsverðlaunahafinn í bókmenntum, en verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti árið 1901. Í fyrra hlaut bandaríska söngvaskáldið Bob Dylan verðlaunin við misjafnar undirtektir bókmenntaspekúlanta. Síðasta áratug hafa eftirfarandi höfundar hlotið bókmenntaverðlaun Nóbels: hvítrússneska blaðakonan Svetlana Alexievich árið 2015, Patrick Modiano frá Frakklandi árið 2014, Alice Munro frá Kanada árið 2013, Mo Yan frá Kína árið 2012, Tomas Tranströmer frá Svíþjóð árið 2011, Mario Vargas Llosa frá Perú árið 2010, Herta Müller frá Þýskalandi árið 2009, Fransk-Máritíski rithöfundurinn J. M. G. Le Clézio árið 2008 og Doris Lessing frá Bretlandi árið 2007.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham

Þetta var stærsta ástæða þess að Eriksen var ekki hrifin af tilboði Wrexham
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð

Innlagnir sjúklinga í mikilli offitu eyðilögðu útboð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu

Bellingham fær aftur traustið í enska landsliðinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa

Lést á Hrunavegi eftir að hafa ekið á röngum vegarhelmingi á afskráðum jeppa
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum