fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

Alain Guiraudie heiðursgestur á Stockfish

Stockfish-kvikmyndahátíðin haldin í þriðja sinn í lok febrúar

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 25. janúar 2017 16:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franski leikstjórinn og handritshöfundurinn Alain Guiraudie verður heiðursgestur á kvikmyndahátíðinni Stockfish Film Festival sem fer fram í þriðja sinn í lok febrúar.

Kvikmyndir Guiraudie hafa unnið til fjölmargra verðlauna og var hann meðal annars valinn besti leikstjórinn í Un Certain Regard flokknum á Cannes fyrir mynd sýna Stranger by the Lake árið 2013. Þá var nýjasta mynd hans Staying Vertical tilnefnd í Palme d’Or flokkinum í fyrra. Báðar þessar myndir ásamt eldri mynd hans King of Escape frá árinu 2009 verða sýndar á hátíðinni. Alain mun sjálfur mæta á hátíðina og spjall við áhorfendur á sérstökum Q&A-sýningum. Samkvæmt tilkynningu frá Stockfish fjalla myndir Guiraudie yfirleitt á einn eða annan hátt um kynhneigðir, ástir og ástríður og hefur hann unnið Queer Palm verðlaunin í Cannes.

Einnig hefur verið tilkynnt að Benedict Andrews muni taka þátt verður einnig taka þátt í hátíðinni. Andrews er búsettur á Íslandi og hefur stýrt uppsetningum Þjóðleikhúsins á Macbeth og Lér konungi. Fyrsta kvikmyndaverk Benedicts, UNA, verður sýnd á hátíðinni. Þá hefur verið tilkynnt að norska myndin The King’s choice eftir Erik Poppe og finnska myndin The other side of hope eftir Aki Kaurismäki verða sýndar á hátíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið

Ein frægasta útvarpsstjarna heims sögð vera á útleið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“

Systir hans hvarf á skemmtiferðaskipi fyrir 27 árum – „Ég tel mig vita hvað kom fyrir hana“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?

Ræða goðsagnakennda frammistöðu Holland yfir samlokugerð – Og hver átti netsokkabuxurnar?