fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Fate of the Furious í sögubækurnar

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. apríl 2017 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fate of the Furious, áttunda myndin í Fast and the Furious-seríunni sívinsælu, komst í sögubækurnar um helgina. Myndin halaði inn hvorki meira né minna en 532,5 milljónum Bandaríkjadala á heimsvísu á fyrstu sýningarhelgi sinni.

Aldrei áður í sögunni hefur kvikmynd þénað jafn mikið á heimsvísu á sinni fyrstu sýningarhelgi. Eldra metið á Star Wars: The Force Awakens sem halaði inn 529 milljónum dala.

Þetta varð raunin þó að framleiðendur og sérfræðingar vestanhafs hefðu búist við sterkari byrjun myndarinnar í Bandaríkjunum. Hún þénaði 100 milljónir dala vestanhafs en sjöunda myndin í seríunni þénaði til samanburðar inn 147 milljónir dala á sinni fyrstu helgi.

Þurfti myndin að láta sig annað sætið að góðu verða yfir aðsóknarmestu myndir helgarinnar í bandarískum kvikmyndahúsum. Vinsælasta myndin þessa páskahelgi var Beauty and the Beast sem þénaði 175 milljónir dala.

Eins og flestum er kunnugt var Fate of the Furious að stóru leyti tekin upp hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“