fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Þær eru framtíðin

Ásrún Magnúsdóttir og stelpurnar í dansverkinu Grrrls hljóta lesendaverðlaun dv.is

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 18. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur og þær 19 unglingsstelpur sem taka þátt í dansverkinu Grrrls hljóta lesendaverðlaunin árið 2016 – en þær hlutu 840 atkvæði í netkosninu á dv.is, fjörtíu atkvæðum meira en sá næsti í röðinni.

Það kemur kannski ekki á óvart að verkið hljóti lesendaverðlaunin enda hefur þessi litla danssýning notið óvenju mikilla vinsælda. Verkið var upphaflega skapað fyrir og frumsýnt á Reykjavík Dance Festival í ágúst 2015, en vegna mikillar eftirspurnar hefur fjölda aukasýninga verið bætt við árið 2016.

„Í Grrrrls hleypa Alexandra, Ásta, Dagný, Erla, Gunnhildur, Hrafnhildur, Hrefna, Katla, Lísbet, Marta, Nadja, Ólína, Jóhanna, Rakel, Salóme, Tindrá, Una, Unnur og Valgerður áhorfandanum tæpitungulaust inn í hugarheim sinn, unglingsstúlkunnar,“ segir í umsögn dómnefndarinnar. „Þær tjá hugðarefni sín í gegnum dans og söng sem er í senn einfaldur, orkumikill og flæðandi. Stúlkurnar eru afslappaðar og tilgerðarlausar, þær geisla af gleði og glettni á sama tíma og þær eru kraftmiklar og töff og afsaka ekki sínar skoðanir. Stúlkurnar eru alls konar, þær eru svona og hinsegin. Þær eru jafningjar. Þær eru framtíðin.“

Ásrún Magnúsdóttir er fædd árið 1988 og útskrifaðist af danslistabraut Listaháskólans árið 2011. Hún hefur getið sér gott orð á undanförnum árum fyrir lífleg og framsækin þátttökuverk og dansverk þar sem hún vinnur með ólærðum dönsurum. Í Grrrls fékk hún hóp unglingsstelpna til að vinna með sér að verki um tilfinningar unglingsáranna.

„Þetta er svo flottur ­aldur. Það er einhver ­rómantísk, nostalgísk þrá eftir ­þessum unglingsárum hjá mér,“ sagði Ásrún í viðtali við DV þegar verkið var frumsýnt. „Ég mætti ekki með neinar fastmótaðar hugmyndir. Til að byrja með vorum við bara að leika okkur og kynnast í dansspuna og leikspuna. Þær hafa svo unnið saman í minni hópum og búið til efni. Svo fór ég að taka saman það sem hefur virkað og dýpkað suma hluti sem þær hafa komið með. Þarna eru bæði textar frá mér og þeim, þannig að þær eru algjörlega meðhöfundar verksins.“

Mynd: DV ehf / Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum
Þær eru framtíðin

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu