fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Hátíð sem auðgar kvikmyndamenningu þjóðarinnar

Stockfish Film Festival hlýtur verðlaun í flokki kvikmyndalistar

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 17. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessir voru einnig tilnefndir í flokki kvikmyndalistar

Dómnefnd: Vera Wonder Sölvadóttir (formaður), Valur Gunnarsson og Ísold Uggadóttir.

Jóhann Jóhannsson fyrir tónlistina við kvikmyndina ArrivalHeimir Sverrisson og Morten Jacobsen fyrir gervi í kvikmyndinni EiðurinnLeikhópur HjartasteinsHeimildamyndin Keep Frozen

Kvikmyndahátíðin Stockfish Film Festival hlýtur verðlaunin í flokki kvikmyndalistar. Hátíðin var fyrst haldin árið 2015 og var tilraun til að endurvekja Kvikmyndahátíð í Reykjavík sem lagði upp laupana árið 2001.

„Fátt hefur gert meira til að bæta kvikmyndamenningu þjóðarinnar á undanförnum árum en Bíó Paradís og Stockfish hátíðin henni tengd,“ segir í rökstuðningi dómnefndarinnar fyrir valinu.

„Auk þess að bjóða upp á úrval þess helsta í kvikmyndagerð heimsins fær hátíðin til sín góða gesti og heldur umræðufundi þar sem ýmsar hliðar kvikmyndalistarinnar eru ræddar. Stockfish gerir þannig sitt til að gera Íslendinga að betri kvikmyndagerðarmönnum og unnendum.“

Afar mikilvæg hvatning

„Fagfélögin í kvikmyndagerð höfðu mikinn áhuga á að endurvekja Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Það sem var markmið kvikmyndahátíðar og er markmið okkar er að vinna fyrir fólkið í kvikmyndabransanum, standa fyrir tengslamyndun, halda málþing og fræðslu, hvetja ungt íslenskt kvikmyndafólk með stuttmyndakeppni og koma með alþjóðlegar gæðamyndir sem eru handvaldar inn. Markmiðið er mjög skýrt, að auðga kvikmyndamenninguna hér á landi,“ segir Marsibil. S. Sæmundardóttir, kvikmyndagerðarkona og framkvæmdastjóri hátíðarinnar.

„Það myndast svo skemmtileg stemning í Bíó Paradís, nánast eins og á litlum kvikmyndahátíðum úti á landi. Íslenskt kvikmyndagerðarfólk fær að kynna verkin sín og kynnast erlendum framleiðendum,“ segir Marsibil og bendir á hvernig tengslamyndunin á hátíðinni hefur getið af sér ný og spennandi verkefni, fjármagn til íslenskra verkefna og svo framvegis. „Við erum líka ótrúlega sátt þegar einhver kemur út af bíómynd á hátíðinni og segir: vá!“ segir Marsibil og hlær.

En þegar þú tókst við verðlaununum í Iðnó talaðir þú þó einnig um að framtíð hátíðarinnar væri óljós.

„Já, undanfarin tvö ár hefur hátíðin verið haldin þrátt fyrir mikil vanefni. Við hefðum viljað láta fólk vita betur af okkur og þessum frábæru myndum sem við höfum verið að sýna. Morguninn áður en verðlaunin voru afhent vorum við einmitt að ræða hvort við ættum yfirhöfuð að halda áfram. Við þurfum nefnilega nauðsynlega að fá meira fjármagn til að standa undir þessu – til þess að sinna hlutverki okkar. Þess vegna eru þessi verðlaun rosaleg hvatning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“