fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
Fókus

Úrvalslið leikara í „The Irishman“ – mynd Scorsese fyrir Netflix

Robert De Niro, Al Pacino, Joe Pesci og Harvey Keitel svo einhverjir séu nefndir

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 2. mars 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var tilkynnt um nýja kvikmynd Óskarsverðlaunaleikstjórans Martin Scoresese sem mun bera titilinn „The Irishman“. Myndin verður framleidd af sjónvarpsrisanum Netflix sem er nýbreytni hjá leikstjóragoðsögninni. Kaldhæðni örlaganna er sú að Scorsese sagði á ráðstefnu í London á dögunum að það væri ekki ákjósanlegasta leiðin til þess að njóta kvikmyndar að horfa á hana í sjónvarpinu heima hjá sér.

Engu að síður er gríðarleg eftirvænting fyrir myndinni og það er ekki síst leikarliðinu að þakka. Stórstjörnurnar og reynsluboltarnir, Robert De Niro, Al Pacino, Joe Pesci og Harvey Keitel verða í fararbroddi stórskotaliðsins sem mun koma fram í myndinni. Ræman verður byggð á sögu Frank Sheeran sem játaði á sig morðið á Jimmy Hoffa.

Talið er að myndin muni kosta á bilinu 120-150 milljónir dollara. Það eru á bilinu 13-16 milljarðar. Hluti af kostnaðinum er vegna rándýrrar tækni sem mun láta De Niro, Pesci og Pacino líta út fyrir að vera á þrítugsaldri í sumum atriðum myndarinnar.

Einhverjar lagaflækjur þarf þó að leysa áður en myndin kemst á koppinn en Scorsese hafði selt dreifingarréttinn á myndinni til fyrirtækisins STX Entertainment sem hafði síðan selt réttinn áfram. Scorsese er þó bjartsýnn á að flækjan leysist og þá geta kvikmyndaunnendur farið að láta sig hlakka til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“

Stóri dagurinn hjá Söru í dag – „Ég sagði næstum engum frá því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði

Nýtt heimsmet í Húsafellshelluburði
Fókus
Fyrir 1 viku

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“

Ofurfyrirsætan og eiginmaðurinn eru í mánaðalangri „orma- og sníkjudýrahreinsun“
Fókus
Fyrir 1 viku

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“

Olga var í fjörunni á Álftanesi þegar hún fékk ónotatilfinningu – „Ég var með bíllykilinn í krepptum lófanum“