fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

La La Land með flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki kemur á óvart að söngvamyndin La La Land fengi flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna. Alls eru tilnefningarnar 14, jafn margar og All About Eve og Titanic á sínum tíma. Þessar þrjár myndir hafa hlotið flestar tilnefningar í sögu Óskarsverðlaunanna.

Setur met.
Meryl Streep Setur met.

Myndin er meðal annars tilnefnd sem besta mynd, fyrir bestu leikstjórn og aðalleikararnir Emma Stone og Ryan Gosling fengu tilnefningu. La La Land er talin sigurstrangleg á Óskarsverðlaunahátiðinni sem verður haldin 26. febrúar. Myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Hinn miskunnarlausi kvikmyndagagnrýnandi Sunday Times gaf myndinni til dæmis fullt hús, fimm stjörnur, og sagði: „Að hata La La Land er eins og að hata hvolp“ – semsagt nánast ómögulegt. Myndirnar Moonlight og Manchester by the Sea eru líklegar til að veita La La Land mestu samkeppnina. Aðrar myndir sem tilnefndar eru sem þær bestu eru Fences, Hacksaw Ridge, Hidden Figures og Lion.

Þykir nær öruggur með Óskar.
Casey Affleck Þykir nær öruggur með Óskar.

Natalie Portman er tilnefnd fyrir bestan leik í kvenhlutverki í Jackie þar sem hún fer með hlutverk forsetafrúarinnar vinsælu og margir veðja á hana sem sigurvegara en Emma Stone þykir einnig líkleg og ekki má gleyma frönsku leikkonunni Isasbelle Huppert sem sýnir stórleik í myndinni Elle. Meryl Streep er tilnefnd fyrir leik sinn í Florence Foster Jenkins sem er tuttugasta Óskarsverðlaunatilnefning hennar og þar með setur leikkonan met en enginn leikari hefur hlotið fleiri tilnefningar. Ruth Negga er tilnefnd fyrir leik sinn í Loving.

Casey Affleck þykir nær öruggur að hreppa Óskarinn fyrir magnaðan leik sinn í Manchester by the Sea, Danzel Washington í Fences þykir líklegastur til að geta skákað honum. Viggo Mortenson er tilnefndur fyrir Captain Fantastic og Andrew Garfield fyrir Hacksaw Ridge.

Bestu leikarar í aukahlutverki þykja vera Mahershala Ali fyrir leik sinn í Moonlight, Jeff Bridges fyrir Hell or High Water, Lucas Hedges fyrir Manchester by the Sea , Dev Patel fyrir Lion og Michael Shannon fyrir Nocturnal Animals. Sem bestu leikkonur í aukahlutverki hlutu tilnefningu Naomie Harris fyrir leik í Moonlight, Nicole Kidman fyrir Lion, Octavia Spencer fyrir Hidden Figures, Michelle Williams fyrir Manchester by the Sea og Viola Davis fyrir Fences en hún þykir sigurstranglegust,

Hollywood hefur tekið Mel Gibson í sátt en mynd hans, áðurnefnd Hacksaw Ridge, er tilnefnd til þriggja Óskarsverðlauna; þar á meðal er Mel Gibson tilnefndur sem besti leikstjóri.

Sænska myndin Maður sem heitir Ove er meðal þeirra mynda sem tilnefndar eru sem besta erlenda myndin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs