fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Simbi snýr aftur: The Lion King verður endurgerð

Walt Disney staðfestir einnig framhald af The Jungle Book

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 28. september 2016 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Walt Disney Studios hefur staðfest að fyrirtækið muni endurgera The Lion. Upprunalega myndin kom út árið 1994 og er að margra mati ein besta teiknimynd sem gerð hefur verið.

Leikstjóri myndarinnar verður leikarinn og leikstjórinn Jon Favreau sem leikstýrði einmitt The Jungle Book sem naut mikillar velgengni í vor og í sumar. Halaði myndin inn tæplega einum milljarði Bandaríkjadala.

Samkvæmt frétt Mirror hefur Disney einnig komist að samkomulagi um að Favreau leikstýri framhaldi The Jungle Book. Ekki liggur fyrir hvenær myndirnar, það er endugerð The Lion King og framhaldið af The Jungle Book, koma í kvikmyndahús.

The Lion King naut gríðarlegra vinsælda á sínum tíma og þénaði, rétt eins og The Jungle Book, tæplega einn milljarð Bandaríkjadala. Myndin hlaut tvenn Óskarsverðlaun, annars vegar fyrir besta lagið og hins vegar bestu tónlistina og þá seldist platan með lögum úr myndinni í yfir 14 milljónum eintaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“