fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fókus

„Churchill snýr sér við í gröfinni“ vegna Transformers-myndar

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 24. september 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Sun sem fjallaði um málið.
Forsíða The Sun sem fjallaði um málið.

Fyrrverandi hermenn eru ósáttir við aðstandendur nýjustu Transformers-myndarinnar og er það helst meðferðin á gömlu höfðingjasetri Winstons Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sem veldur hermönnum hugarangri.

Blenheim-höll, eitt þekktasta höfðingjasetur Bretlands, var eitt sinn heimili Churchill en í nýju Transformers-myndinni er höllin notuð sem athvarf Adolfs Hitler. Þá var stórum tjöldum með hakakrossinum á komið fyrir á höllinni. Einhverjir vilja meina að þarna sé verið að sýna fyrrum þjóðarleiðtoga Breta vanvirðingu en Churchill var sem kunnugt er forsætisráðherra Bretlands þegar seinni heimsstyrjöldin stóð yfir.

„Ég veit að þetta er kvikmynd,“ segir Richard Kemp, fyrrverandi yfirmaður herafla Breta í Afganistan, í samtali við breska blaðið The Sun. „En þarna er Churchill sýnd vanvirðing. Hann mun snúa sér við í gröfinni,“ segir hann.

Churchill er grafinn skammt frá höllinni og segir Tony Hayes, yfirmaður Veterans Association í Bretlandi, að hans tilfinning sé sú að margir fyrrverandi hermenn sem börðust í síðari heimsstyrjöldinni séu mótfallnir þessu. Ættaróðalið er nú í eigi fjarskylds ættingja Churchills, Jamie Spencer-Churchill hertoga af Marlborough.

Nýja Transformers-myndin heitir The Last Knight og verður hún frumsýnd á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við

Stofnaði OnlyFans um leið og hún varð 18 ára – Faðir hennar bregst við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“

Segja fótboltastráka á Íslandi þjást af mikilmennskubrjálæði: „Þá sagði hann: „Þessi flaska er dýrari en mánaðarlaunin þín“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“

„Hárígræðslan breytti algjörlega lífi mínu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans

Dóttir Hulk Hogan útskýrir hvers vegna hún mætti ekki í jarðarförina hans