fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Jóhann semur tónlistina í stórmyndinni Blade Runner

„Rosalega gaman að vera með í þessu ævintýri“

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 22. ágúst 2016 17:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Jóhannsson mun semja tónlistina í stórmyndinni Blade Runner sem frumsýnd verður á næsta ári. Þetta kom fram í viðtali við Jóhann í þættinum Lestin á Rás 1.

Leikstjóri myndarinnar er Denis Villeneuve en hann leikstýrði einnig myndunum Sicario og Prisoners sem Jóhann samdi tónlist við. Báðar myndirnar hlutu einróma lof gagnrýnenda.

„Það er eins og það sé verið að fela manni mjög mikilvægt verkefni sem ekki má klúðra. Þetta er sannarlega heiður og rosalega gaman að fá að vera með í þessu ævintýri,“ segir Jóhann í þættinum.

Myndin er sjálfstætt framhald stórmyndarinnar Blade Runner sem kom út árið 1982. Meðal leikara í myndinni eru Ryan Gosling, Jared Leto auk Harrison Ford sem fór með aðalhlutverkið í fyrri myndinni.

Tökur á myndinni hófust í sumar og um svipað leyti hófst Jóhann handa við tónsmíðina. Myndin verður sem fyrr segir sýnd á næsta ári.

Frægðarsól Jóhanns í Hollywood hefur risið hratt á undanförnum árum en hann var sem kunnugt er tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í myndinni The Theory of Everything. Hann fékk Golden Globe-verðlaunin fyrir sömu mynd í ársbyrjun 2015.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“

Fann gróft klám í tölvunni og ásakaði son sinn – „En svo áttaði ég mig á sannleikanum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því

Fjölskyldufaðir missti 63 kíló á rúmu ári án lyfja eða aðgerðar – Svona fór hann að því
Fókus
Fyrir 3 dögum

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni

Barnsfaðir Britney Spears lýsir ógnvekjandi reynslu sona þeirra – Starði á þá sofa með hníf í hendinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga

Ómar og Eva Margrét gengin í það heilaga
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins

Nýjar vendingar í skilnaðardrama ársins