fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Bætt fyrir fyrri glæpi

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfðum verið vöruð við. Dómarnir að vestan voru skelfilegir. Og ekkert við hinn sameinaða ofurhetjuheim DC gaf tilefni til bjartsýni. En kannski er það einmitt þegar væntingarnar eru svo litlar að hlutirnir koma manni skemmtilega á óvart.

Óþarfi er að fjölyrða um plottið. Vondi kallinn kemur og vill útrýma heiminum, en við losnum þó við að sitja í gegnum langar útskýringar á ástæðu þess. Og þessi nýi, rómantíski Jóker er frekar litlaus karakter. Það er bara einn raunverulegur bíó-Jóker, og nafn þess sem lék hann byrjar ekki á J.

Systir mín, sem hefur kynnt sér fangelsismál í Bandaríkjunum, segir að þetta sé nú nokkuð raunsönn lýsing.

Vondu karlarnir úr Batman-sögunum eru hér saman komnir og áður en langt um líður eru þeir staddir í einhvers konar Escape from New York-veröld. Hver og einn er fimur á sín vopn og úr verður ágætis B-mynd. Og það að þeir séu ekki hetjur gerir það að verkum að persónurnar geta dáið, sem er eitthvað sem vantaði svo áþreifanlega í til dæmis Expendables-myndirnar.

Þó að ekki borgi sig að ofhugsa málið er myndin heldur ekki alveg hugsunarlaus. Systir mín, sem hefur kynnt sér fangelsismál í Bandaríkjunum, segir að þetta sé nú nokkuð raunsönn lýsing. Og svo spennandi að hún snerti varla poppið.

Vissulega er maður örlítið þreyttur á góðum fjöldamorðingjum, og myndin missir sinn móralska kompás þegar jafnvel góðu gæjarnir fara að drepa saklaust fólk. En glæpamenn sem eru að reyna að bæta fyrir fyrri misgjörðir gefa kannski loksins hinn þunga móralska undirtón sem bæði Batman og Superman voru að leita að. Líklega er þetta skásta DC-myndin síðan Dark Knight.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“