fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fókus

Geimverurnar snúa aftur

Kristján Guðjónsson
Laugardaginn 9. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er freistandi að líta svo á að forsetinn í Independence Day 2, leikinn af Bill Pullman, sé ígildi Nigel Farage, sem lýsir yfir degi sjálfstæðis fyrir hina góðu í baráttu sinni við hreina illsku, og geimverurnar þá ígildi ESB. En hér er um að ræða framhald myndar frá 1996. Og hún hefur að mörgu leyti sömu kosti og galla.

Fyrri myndin var mikið sjónarspil, og varð reyndar næstvinsælasta mynd sögunnar á sínum tíma. Við höfðum sjaldan séð álíka stórslysamynd, þar sem öll helstu mannvirki Bandaríkjanna voru lögð í rúst. Nú er það hins vegar daglegt brauð, bæði í bíó og í fréttum. Manni hálfleiddist undir álíka senum í síðustu X-Men. Og meira er ekki endilega betra.

Það er ágætt að myndin er meðvituð um að hún gerist 20 árum síðar. Mannkyn hefur lært að vinna saman, enda þarf líklega geimveruárás til að við förum að líta svo á að við séum öll sömu tegundar. Mennirnir hafa að einhverju leyti tileinkað sér tækni geimveranna, og jafnvel fundið aftur leiðina á tunglið.

En helsti galli fyrri myndarinnar var að eftir að hún lýsti geimverunum sem nánast ósigrandi í upphafi leystist svo undarlega auðveldlega úr öllu saman. Og það er skringilega miðaldalegur hugsunarháttur að láta helstu leiðtoga, bæði forseta og geimdrottningar, halda í slaginn persónulega. Til hvers eru þá allir þessir herir?

Geimverustríðsmyndir er geiri sem undirritaður er almennt hrifin af, en því miður er of margt hér sem misferst. Í næstu mynd mun sögusviðið víst færast út í geim, sem er mátulega spennandi, en vonandi verða þá aðrir höfundar á ferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 4 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið

Svarar hatrömmum skilaboðum netverja og útskýrir þyngdartapið
Fókus
Fyrir 6 dögum

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu

Leikarinn hefur misst yfir 75 kíló – Þetta borðar hann til að viðhalda þyngdartapinu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist

Bonnie Blue handtekin í Balí og gæti átt yfir höfði sér 15 ára fangelsisvist