fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Afturgöngur endurtaka sig

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 29. júlí 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bridesmaids með draugum er í sjálfu sér ágætis hugmynd. En því miður er það ekki það sem við fáum hér. Kristen Wiig er sjarmerandi í hlutverki Erin Gilbert og Melissa McCarthy skemmtileg sem Abby Yates og samspil þeirra hefði getað borið myndina uppi. Mad Max sýndi líka í fyrra að það er hægt að endurræsa „eitís“ seríur með nýjum áherslum og góðum árangri. En í staðinn fáum við bara upprifjun af fyrstu myndinni.

Bara það að skipta um leikara er eitt og sér ekki nóg til að gera eitthvað nýtt.

Gömlu minnin dúkka upp, hvert á fætur öðru, í stað söguþráðar. Slimer mætir, Marshmallow-maðurinn og allir gömlu leikararnir sem enn eru á lífi. Bestu senurnar koma strax í byrjuninni, þegar persóna Wiig reynir að samræma háskólakennaraferil sinn og draugabanastörf vinkonunnar. Háskólaprófessorar sem hasarhetjur hefðu getað orðið skemmtilegt þema, en Kate McKinnon sem brjálaði snillingurinn sem Harold Ramis lék í fyrri myndinni er ekki nógu góður karakter. Þess í stað býr hún til mikið af vopnum, sem við fáum að sjá hvernig virka og er síðan beitt eitt af öðru í langri slagsmálasenu eins og búist var við.

Leslie Jones tekur við af Ernie Hudson og er eins og hann ekki alveg viss um hvað hún er að gera þarna. Einnig er óþægilega mikið af vörukynningum að troða sér inn. Í seinni helmingnum er húmorinn látinn róa og í staðinn fáum við að sjá risaskrímsli leggja stórborgir í rúst eins og svo oft áður. Bara það að skipta um leikara er eitt og sér ekki nóg til að gera eitthvað nýtt, en þó getur maður huggað sig við að þetta hefði getað orðið verra. Ghostbusters II var dæmi um það.

Slímugi draugurinn Slimer er einn þeirra sem snúa aftur í nýju Ghostbusters-myndinni.
Genginn aftur Slímugi draugurinn Slimer er einn þeirra sem snúa aftur í nýju Ghostbusters-myndinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni