fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Hrútar og Ófærð sigursæl á Eddunni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. febrúar 2016 08:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Hrútar sópaði til sín verðlaunum á Eddunni 2016 sem haldin var í kvöld á hótel Hilton Reykjavík Nordica og fékk alls 11 verðlaun, meðal annars sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, kvikmyndatöku og klippingu.

Leikkona ársins í aðal- og aukahlutverkum úr sjónvarpsþáttaröðinni Réttur, þær Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir og Birna Rún Eiríksdóttir hlutu sína Edduna hvor og leikari ársins í aðal- og aukahlutverkum voru valdir þeir Sigurjón Sighvatsson og Theodór Júlíusson fyrir leik sinn í kvikmyndinni Hrútar.

Sjónvarpsþáttaröðin Ófærð var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Helga Seljan. Stuttmyndin Regnbogapartý og heimildamyndin Hvað er svona merkilegt við það? unnu Edduna hvor í sínum flokki.

Ragna Fossberg, sem ber með sanni réttnefnið förðunarmeistari Íslands, hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2016.
Eftirtalin verk og einstaklingar unnu til verðlauna á Eddunni:

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
Ævar vísindamaður

BRELLUR ÁRSINS
Sigurjón F. Garðarsson, Daði Einarsson og RVX – Ófærð

BÚNINGAR ÁRSINS
Margrét Einarsdóttir og Ólöf Benediktsdóttir – Hrútar

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS
Kastljós

GERVI ÁRSINS
Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Hrútar

HANDRIT ÁRSINS
Grímur Hákonarson – Hrútar

HEIMILDAMYND ÁRSINS
Hvað er svona merkilegt við það?

HLJÓÐ ÁRSINS
Huldar Freyr Arnarsson og Björn Viktorsson – Hrútar

KLIPPING ÁRSINS
Kristján Loðmfjörð – Hrútar

KVIKMYND ÁRSINS
Hrútar

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Sturla Brandth Grövlen – Hrútar

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Sigurður Sigurjónsson – Hrútar

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Theodór Júlíusson – Hrútar

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS
Ófærð

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir – Réttur

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Birna Rún Eiríksdóttir – Réttur

LEIKMYND ÁRSINS
Bjarni Massi Sigurbjörnsson – Hrútar

LEIKSTJÓRN ÁRSINS
Grímur Hákonarson – Hrútar

LÍFSSTÍLSÞÁTTUR ÁRSINS
Ævar vísindamaður

MENNINGARÞÁTTUR ÁRSINS
Öldin hennar

SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS
Helgi Seljan

SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS
Árið er: Söngvakeppnin í 30 ár

STUTTMYND ÁRSINS
Regnbogapartý

TÓNLIST ÁRSINS
Jóhann Jóhannsson, Hildur Guðnadóttir og Rutger Hoedemækers – Ófærð

HEIÐURSVERÐLAUN EDDUNNAR 2016
Ragna Fossberg

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“