fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Uppvakningur í óbyggðum

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 14. febrúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir vestrar gerast undir lok 19. aldar, þegar sexhleypur héngu við mjaðmir og bæir með álitlegum börum, bönkum og gleðihúsum voru á hverju strái. Því er gaman að fá einu sinni mynd sem gerist um hálfri öld fyrr, þegar vestrið var raunverulega villt, frumbyggjar áttu stundum í fullu tré við aðkomumenn og náttúran sjálf gat verið skeinuhættur óvinur.

Leikstjórinn Alejandro G. Inárritu er á miklu flugi eftir að hafa unnið Óskarinn í fyrra fyrir Birdman. Hér heldur hann út í óbyggðir með allan mannskapinn, neitar að notast við tölvutækni og voru víst margir sem gáfust upp á volkinu. Harkið skilar sér að mestu, landslagið er stórbrotið að sjá, bjarnarárásin líklega sú besta sem hefur verið fest á filmu og byrjunarorrustan ein sú magnaðasta síðan Saving Private Ryan.

En eins og með þá mynd tekst ekki fyllilega að byggja á frábærri byrjun. Tom Hardy er orðinn eftirlætis siðblindingi Hollywood, en hefndin er eitt þreyttasta þema kvikmyndanna og þótt það sé ágætlega útfært bætir það litlu við. Myndin er því meira fyrir augað en hugann. Einnig eru óþarfa villur, svo sem að skotið sé oft úr púðurbyssu án þess að hlaða hana. Maður býst eiginlega við meiru þegar svo miklu er tjaldað til. Jafnframt er atriði sem minnir mjög á Hross í oss, þó vafalaust sé það tilviljun.

Inárritu á ekki endilega skilið að vinna Óskarinn tvö ár í röð, þótt líklega sé kominn tími á DiCaprio. En þrátt fyrir stöku galla er þetta ein besta tilraunin til að lífga vestraformið við síðan Dead Man.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli