fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Gagnrýnendur þokkalega sáttir við nýju Star Wars-myndina

Segja að Rogue One muni gleðja gamla aðdáendur ævintýraheimsins

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 15. desember 2016 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á miðnætti í kvöld verður nýjasta kvikmyndin í hinni geysivinsælu Star Wars-kvikmyndaseríu, Rogue One, frumsýnd samtímis víða um heim. Rogue One gerist rétt áður en atburðir upprunalegu myndarinnar eiga sér stað og ku segja frá því hvernig uppreisnarmenn komust yfir teikningarnar keisaraveldisins af Helstirninu ógnvænlega. Það eru þó ekki sömu aðalpersónur og í hinum myndunum heldur er um að ræða eins konar hliðarsögu úr sama sagnaheimi – en fleiri slíkar myndir verða framleiddar á næstu árum. Leikstjóri myndarinnar er Gareth Edwards (Monsters og Godzilla) og meðal aðalleikara eru Felicity Jones, Mads Mikkelsen, Ben Mendelsohn og Forest Whitaker.

Myndin hefur fengið nokkuð góða dóma frá gagnrýnendum – og virðast flestir sammála um að hún muni gleðja gamla aðdáendur ævintýraheimsins en ekki endilega laða marga nýja að. Empire kallaði hana til dæmis „hina fullkomnu Star Wars-aðdáendamynd“ og Variety segir að „yngri áhorfendum muni leiðast, þeir verði ringlaðir, eða bæði. En fyrir fyrstu kynslóð Stjörnustríðsaðdáenda – sem var ekki nógu sátt með söguþætti I, II og III – sé Rogue One nákvæmlega sú forsaga sem þeir þráðu alltaf.“ The Guardian og Telegraph gefa myndinni 4 stjörnur af 5 mögulegum, Rolling Stone og Washington Post 3,5 af 4, en Boston Globe gefur henni hins vegar aðeins 2,5 af 5.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar

Þess vegna ætlar hjartaknúsarinn aldrei aftur að kyssa mótleikkonur sínar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV

Bestu og verstu bókarkápurnar að mati DV
Fókus
Fyrir 5 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““

„Ísfólkið hefur oft verið talað niður og kallaðar „húsmæðraklám““
Fókus
Fyrir 6 dögum

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk

Neitar að biðjast afsökunar á ummælum sínum um Charlie Kirk
Fókus
Fyrir 1 viku

Íslandsvinurinn lifir einmanalegu lífi eftir að honum var slaufað

Íslandsvinurinn lifir einmanalegu lífi eftir að honum var slaufað