fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024

FIFA 17 stendur undir væntingum: Geggjaðar umbúðir en ekki besti fótboltinn

Dómur um tölvuleikinn FIFA 17 á Playstation 4

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. október 2016 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar hálfur mánuður er liðinn síðan FIFA 17 kom í verslanir er komin nokkur reynsla á gripinn. FIFA-leikirnir hafa á undanförnum árum borið höfuð og herðar yfir helsta keppinaut sinn, Pro Evolution Soccer (PES), en eins og glögglega kom fram í umfjöllun DV á dögunum hefur PES saxað á það forskot með nýjasta leik sínum, PES 2017.

Án þess að fara of djúpt í samanburð á þessum leikjum má segja að PES snúist um innihaldið en FIFA um umbúðirnar; fótboltinn sem slíkur er eðlilegri og náttúrulegri í PES á meðan umgjörðin og allt í kringum spilunina er margfalt flottari í FIFA.

The Journey er vel heppnuð nýjung í FIFA 17.
Alex Hunter The Journey er vel heppnuð nýjung í FIFA 17.

Í ár bryddar EA Sports upp á nokkrum nýjungum í FIFA 17 frá síðustu leikjum. The Journey er nýr valmöguleiki en þá fara spilarar í hlutverk hins sautján ára gamla Alex Hunter sem er að stíga sín fyrstu skref sem atvinnumaður. Hunter þessi er efnilegur leikmaður af mikilli fótboltafjölskyldu og til hans eru gerðar ríkar væntingar. En það hvað Hunter nær langt er að stóru leyti undir þér komið. Þetta er skemmtileg nýjung sem eykur fjölbreytni og notagildi leiksins. Það sem íþróttaleiki hefur skort í gegnum tíðina er fjölbreytni og góð saga með áhugaverðum persónum. Það er kannski helst í NBA 2K leikjunum sem við höfum fengið smjörþefinn af þessu en með The Journey er þetta allt saman tekið skrefinu lengra.

„Það er góðs viti þegar persónusköpun leikja er þannig að mann fer að þykja vænt um þær persónur sem maður spilar.“

Það er góðs viti þegar persónusköpun leikja er þannig að mann fer að þykja vænt um þær persónur sem maður spilar. Það tók ekki langan tíma að vilja hinum unga Hunter allt það besta í hörðum heimi atvinnumennskunnar. Þekktir knattspyrnumenn tvinnast inn í söguna sem er skemmtileg og gefur þessum hluta leiksins meiri og raunverulegri vídd.

Aðrir möguleikar í spiluninni eru með svipuðu sniði og áður. Ultimate Team er áfram á sínum stað, netspilunin býður áfram upp á ýmsa möguleika og þá geta vinirnir hist og spilað á móti hvor öðrum heima í stofu. Leikurinn er stútfullur af ýmsu góðgæti og það er nokkuð ljóst að engum mun leiðast sem á annað borð hefur gaman af fótbolta.

Það var góð ákvörðun að skipta Ignite-grafíkvélinni út fyrir Frostbite-vélina. Lýsingin á völlunum og grafíkin er glæsileg og einkar raunveruleg.
Flott grafík Það var góð ákvörðun að skipta Ignite-grafíkvélinni út fyrir Frostbite-vélina. Lýsingin á völlunum og grafíkin er glæsileg og einkar raunveruleg.

Í FIFA 17 ákvað EA Sports að taka nokkur atriði í sjálfri spiluninni til endurskoðunar. Þannig er búið að gjörbreyta því hvernig maður tekur hornspyrnur og þá getur reynst þrautin þyngri fyrir óvana að skora úr vítaspyrnum. Allar þessar breytingar miða að því að gera spilunina betri og raunverulegri þó það taki alltaf tíma að venjast slíkum breytingum. Knattspyrnustjórum eins og Arsene Wenger og José Mourinho bregður einnig fyrir í leikjum sem gefur þessu öllu býsna faglegan blæ.

„Þegar allt kemur til alls er FIFA 17 virkilega flottur tölvuleikur og eigulegur gripur vegna allra þeirra möguleika sem hann býður upp á.“

Áður en FIFA 17 var prófaður hafði undirritaður varið nokkrum tíma í að spila nýja PES-leikinn. Það er skemmst frá því að segja að PES 2017 er betri en FIFA þegar kemur að sjálfum fótboltanum; flæðið er betra, spilið hraðara og allt spil upp völlinn er miklu eðlilegra. Jafnvel hörðustu FIFA-aðdáendur viðurkenna það. En það sem FIFA gerir betur er umgjörðin, útlitið, stöðugri netspilun (enn sem komið er allavega) og flottari heildarpakki. Grafíkin í FIFA 17 er til hreinnar fyrirmyndar enda skipti EA Sports út Ignite-grafíkvélinni fyrir Frostbite-grafíkvélina sem skilar sér í miklu betri dýpt, flottari lýsingu og flottara útliti.

Þegar allt kemur til alls er FIFA 17 virkilega flottur tölvuleikur og eigulegur gripur vegna allra þeirra möguleika sem hann býður upp á. Þeir sem vilja eingöngu spila fótboltaleiki fótboltans vegna ættu þó að skoða PES 2017 áður en þeir stökkva á FIFA-lestina. Það er samt engum blöðum um það að fletta að FIFA skarar framúr PES á nær öllum öðrum sviðum en sjálfum fótboltanum.


Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Selena Gomez trúlofuð
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 klukkutímum

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot

Ágúst Borgþór skrifar: Saklaus maður sakaður mánuðum saman um svívirðileg kynferðisbrot
433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford

Barcelona hefur áhuga á að kaupa Rashford
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn

Víðtæk leit að búum „morðgeitunga“ – Sáust í Evrópu í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir

Sjö leikmenn ósnertanlegir hjá United og verða ekki seldir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag