fbpx
Fimmtudagur 16.maí 2024

Ögrandi sýning ungra listakvenna sem vakti gamalkunna hneykslan

Ingólfur Gíslason gerir upp menningarárið 2015: Múslimafóbía, Kynleikar og twitterfjölskyldan í ljóðlist

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 3. janúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í menningarannál ársins sem birtist í áramótablaði DV 29. desember verður stiklað á stóru og rifjað upp það helsta sem átti sér stað í lista- og menningarheiminum á árinu sem er að líða. Leitað var til fimmtán álitsgjafa úr ýmsum kimum íslensks menningarlífs við gerð samantektarinnar. Daglega frá jólum og fram yfir þrettándannn munu vangaveltur álitsgjafanna birtast í heild sinni á menningarsíðu DV.is. Þar líta þeir yfir árið, rifja upp það markverðasta og eftirminnilegasta í íslensku listalífi árið 2015 og greina stöðuna í menningunni í árslok.


Ingólfur Gíslason, ljóðskáld og einn aðstandanda vefljóðagallerísins 2015 er gildra

.
Ingólfur Gíslason .

Hvað þótti þér eftirminnilegasta listaverk ársins 2015?

Eftirminnilegasta einstaka verkið er verk sem ég hef reyndar ekki séð með eigin augum, en hef þó notið og brotið heilann um gegnum streymi samfélagsmiðla, rásar eitt og sjónvarpsfrétta en það er framlag Íslands á Feneyjartvíæringnum, Fyrsta moskan í Feneyjum, eftir Christoph Büchel. Íslendingar vilja hvorki útlendinga né mosku í Reykjavík svo við sendum útlending með mosku til Feneyja. Þar var henni var auðvitað snarlega lokað af heilbrigðiseftirlitinu eða ríkisendurskoðun, vegna ótta við múslima. En þarna fengum við enn og aftur innsýn í múslimafóbíu gömlu Evrópu.

Hvað þótti þér markverðast í menningarlífinu á Íslandi á árinu?
(gott eða slæmt, viðburður, atvik, bransafrétt, trend, nýliði, listræn átök, menningarpólitísk ákvörðun eða hvað sem þér dettur í hug)

Mér finnst ótrúlegur kraftur í ungum listamönnum á Íslandi, miðað við efni og aðstæður. Í myndlistinni hefur Gallerí Ekkisens verið frjór vettvangur margra góðra sýninga. Einnig mætti nefna Kynleikasýninguna í ráðhúsi Reykjavíkur, ögrandi sýning ungra listakvenna sem vakti gamalkunna hneykslan og setti tóninn fyrir hina eilífu er-þetta-nú-list umræðu og væl borgaralegra dagblaða vegna meints kostnaðar við list í samfélaginu. Eiginlega náði lágkúran eftirminnilegu þroti í meinfýsinni umfjöllun Fréttablaðsins um þessa sýningu. Það var svo gleðilegt að almenningsálitið snerist listinni í vil um daginn þegar þjóðin ræddi hina ýmsu fleti á Almari sem var nakinn í kassanum.

Annað sem við ættum að taka eftir er listfengi íslensku „twitterfjölskyldunnar“, unga fólksins sem leikur sér að íslenskunni, í formi og efni, og krossfaldar hana við ensku með dásamlegri útkomu, í samfelldu streymi ljóðrænna athugasemda um lífið og tilveruna. Líklega myndi forseti samræmdu prófana lítið botna í þessu. En þessu tengt verður að nefna grósku í ljóðum því allnokkur skáld leika lausum hala á twitter á milli þess sem þau gefa út bækur, til dæmis Þórdís Gísladóttir, Eydís Blöndal, Halldór Halldórsson. Kannski eru þetta dauðahryglur íslenskunnar en líklega er hún bara að komast á orgasmískt stig, sem verður vonandi viðvarandi.

Hvað finnst þér hafa einkennt menningarlífið/ -umræðuna á Íslandi árið 2015?

Almenn opinber menningarumræða er grunn þegar hún er ekki beinlínis fáránleg, eins og þegar rætt er um starfslaun listamanna. Það er einhver heimskulegasta umræða sem hægt er að hugsa sér en er þó líklega háværasta umræðan hér á landi um listir yfirleitt. Andlega fátæktin ríkir mjög víða, og það má líka merkja af því niðurbroti á Ríkisútvarpinu sem stjórnvöld standa nú fyrir.

Því það er einmitt Rás Eitt sem er eini raunverulegi miðillinn fyrir menningarumræðu í landinu, sérstaklega fyrir bókmenntir og tónlist. Því miður hefur útgerðarauðvaldið drepið borgarlegan vettvang fyrir menningu, mig minnir allavega að stundum hafi verið eitthvað í Mogganum í gamla daga, til dæmis í Lesbókinni, en það er ekki lengur.

Kannski er ofansagt ekki endilega einkenni á þessu ári, heldur öllum árum. Það hafa svo inn á milli birst skemmtilegar greinar og pistlar, tweet og facebook stöður en vandinn er að þetta er svo slitrótt og ósamfellt, amatörískt. Amatörar geta verið frábærir, en það er ekki hægt að halda uppi stöðugri og frjórri umræðu nema að borga fólki fyrir það í fullu starfi.


Lestu fleiri ársuppgjör úr menningarlífinu:

Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur.
Ingólfur Gíslason, ljóðskáld og stofnandi vefgallerísins 2015 er gildra.
Heiða Jóhannsdóttir, kennari í kvikmyndafræði við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Aude Busson, sviðslistakona.
Pétur Grétarsson, tónlistarmaður og umsjónarmaður Hátalarans á Rás 1.
Valur Antonsson, heimspekingur.
Katla Maríudóttir, arkitekt.
Njörður Sigurjónsson, dósent í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.
Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Hönnunarsafns Íslands.
Angela Rawlings, ljóðskáld.
Halldór Guðmundsson, rithöfundur og forstjóri Hörpu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður

Íslenska lögreglan í annarri umsvifamikilli aðgerð – Risastór hakkarahringur tekinn niður
433
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deild kvenna: Blikar áfram með fullt hús eftir ferð í Árbæinn

Besta deild kvenna: Blikar áfram með fullt hús eftir ferð í Árbæinn
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir frá því hvernig hún græðir pening á óvissutímum – Unnustinn verður atvinnulaus í sumar

Segir frá því hvernig hún græðir pening á óvissutímum – Unnustinn verður atvinnulaus í sumar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Rashford átti í orðaskiptum við stuðningsmann Manchester United í kvöld

Sjáðu myndbandið: Rashford átti í orðaskiptum við stuðningsmann Manchester United í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum

Manchester United undirbýr tilboð sem er nokkuð langt frá verðmiðanum
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“

Sneri lífinu við eftir vandræðalegt flug til Íslands – „Ég var að leka yfir í næsta sæti“