fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fókus

Hrútar á lista BBC yfir myndir sem þú verður að sjá í febrúar

Eina kvikmyndin á listanum þar sem ekki er töluð enska – Eins mögnuð og Íslendingasögurnar

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. janúar 2016 15:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvikmyndin Hrútar, kvikmynd Gríms Hákonarsonar, er á lista BBC yfir þær kvikmyndir sem breskir kvikmyndasérfræðingar segja að fólk verði að sjá í febrúar.

Í dag var birtur listi á vef BBC þar sem farið er yfir nokkrar kvikmyndir sem frumsýndar verða víðs vegar um heiminn í febrúar. Yfirskrift greinarinnar er „kvikmyndir sem þú verður að sjá.“

Á listanum eru 8 kvikmyndir. Á meðal þeirra er Spotlight, sem tilnefnd er til Óskarsverðlaunanna, grínmyndin Zoolander 2, hasarmyndin Deadpool og Rams, eða Hrútar.

Hrútar er eina kvikmyndin á listanum þar sem ekki er töluð enska. Í greininni segir að um dramatíska íslenska kvikmynd sé að ræða sem hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni Cannes.

Þá er vitnað í gagnrýni The Guardian þar sem segir að Hrútar sé svo mögnuð að hún minni á Íslendingasögurnar.

Kvikmyndin Hrútar verður frumsýnd í Bandaríkjunum 3. febrúar og 5. febrúar í Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum

Bað kærustuna um að senda vini sínum nektarmyndir – Það kom í bakið á honum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart

Jennifer Lopez meinaður aðgangur að Chanel verslun – Viðbrögð hennar komu á óvart
Fókus
Fyrir 5 dögum

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt

Martröð fyrirsætunnar: Fékk óhugnanleg skilaboð frá móður sinni degi áður en henni var rænt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einar Bárðar á tímamótum: „Þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur“

Einar Bárðar á tímamótum: „Þetta er helvíti fínt skal ég segja ykkur“