fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Fókus

Draumaverksmiðja í Gufunesi

Borgarráð samþykkir að selja RVK-Studios fasteignir undir kvikmyndaver

Kristján Guðjónsson
Föstudaginn 20. maí 2016 16:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borgarráð hefur samþykkt að selja RVK-studios, framleiðslu fyrirtæki Baltasars Kormáks, fjórar fasteignir gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, undir kvikmyndaver og kvikmyndatengda starfsemi.

Eignirnar sem kosta 301 milljón króna verða afhentar í byrjun ágúst. Fyrirtækið mun einnig greiða tæpar tvær milljónir á ári vegna vilyrðis um 19.200 fermetra svæði austan bygginganna, en markmið fyrirtækisins er að byggja menningar- og/eða kvikmyndaþorp á svæðinu í framtíðinni.

„Hugmyndin er að reisa kvikmyndaver og skrifstofur fyrir RVK-Studios í þessari risaskemmu og verksmiðjunni sem við vorum að kaupa. Svo er hugmyndin að byggju upp eins konar kvikmyndaþorp á svæðinu,“ segir Baltasar Kormákur og bendir á svipuð kvikmyndaframleiðslusvæði sem hafa verið byggð upp til dæmis í Danmörku og Nýja-Sjálandi.

Baltasar segist hafa átt þann draum að byggja kvikmyndaver á höfuðborgarsvæðinu í um áratug en nú sé í fyrsta skipti nógu mikið um að vera í kvikmyndagerð á Íslandi til að þetta geti talist raunhæfur kostur. Hann leggur áherslu á mikilvægi laga um endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, en þau laða meðal annars erlenda kvikmyndagerðamenn til landsins.

Baltasar segist vonast til að hægt verði að koma stúdíóinu í gagnið í lok þessa árs eða í byrjun þess næsta, en skipulagning kvikmyndaþorpsins þurfi að bíða þar til deiliskipulag fyrir svæðið verður tilbúið.

„Svæðið eins og það er nákvæmlega núna er ekkert rosalega spennandi, en ef plön okkar ganga eftir getur þetta orðið æðislegt svæði með ýmsa menningartengdri starfsemi. Okkar ósk er að fleiri aðilar í kvikmyndabransanum, fyrirtæki og samkeppnisaðilar geti komið að þessu líka. Það eru strax nokkrir aðilar sem hafa haft samband og vilja fá okkur í þannig samstarf,“ segir Baltasar.

Hann segir stefnt á að kynna verkefnið betur í næstu viku ásamt fulltrúum borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna

Baka í sólarhring til heiðurs Guðna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt

Læknir segir að þessi algenga venja geti verið hættuleg eftir líkamsrækt
Fókus
Fyrir 5 dögum

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“

Geir Gunnar rifjar upp atvik sem hann skammast sín fyrir – „Ég brást mjög illa við“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“

Vildi grennast fyrir brúðkaup sonar síns og stækkaði Ozempic skammtinn – „Þetta drap mig næstum því“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“

Simmi Vill segir að kona hafi eltihrellt hann í yfir þrjú ár – „Hún stóð við bílinn minn þegar ég kom út“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni

Travis Barker hafður að háði og spotti fyrir „krípí“ hegðun gagnvart tengdadótturinni