fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024

Kóreskur höfundur hlýtur Man Booker

Fjallar um húsmóður sem vill lifa eins og planta

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 18. maí 2016 00:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Suður-kóreski rithöfundurinn Han Kang og enski þýðandinn Deborah Smith hlutu um helgina alþjóðlegu Man Booker-bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna The Vegetarian. Bókin sem kom upphaflega út í Kóreu fyrir um áratug er sú fyrsta eftir höfundinn sem kemur út í enskri þýðingu.

Dómnefndin sagði bókina „ógleymanlega, kraftmikla og frumlega“ en hún fjallar um húsmóður sem ákveður að gerast grænmetisæta í viðleitni sinn til að lifa lífinu eins og planta. Draumar hennar um að afneita mennskunni og gerast tré falla hins vegar í grýttan farveg hjá eiginmanninum og fjölskyldunni.

Hingað til hafa alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin verið veitt annað hvert ár fyrir heildarverk höfundar utan Bretlands, en nú eru þau í fyrsta skipti veitt fyrir eitt verk. Dómnefndin verðlaunaði enska þýðandann, Deboruh Smith, sérstaklega fyrir þýðinguna á The Vegetarian og deila þær Kang því verðlaunafénu sem er 50 þúsund pund. Þetta þykir sæta tíðindum því aðeins sjö ár eru frá því að Smith hóf að læra kóresku.

Aðrir sem voru tilnefndir til verðlaunanna í ár voru Tyrkinn Orhan Pamuk, hin ítalska Elena Ferrante, Angólamaðurinn Jose Eduardo Agualusa, Kínverjinn Yan Lianke og Austurríkismaðurinn Robert Seethaler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“

Virðist ætla að selja fjölmarga í sumar – ,,Svo það gerist þá þurfa leikmenn að fara annað“
Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu

Lítt þekkt ættartengsl: Gullslegni athafnamaðurinn á b5 og einn af Klúbbsmönnunum úr Guðmundar- og Geirfinnsmálinu