fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fókus

Bíódómur: Erfitt að gera mikið betur

Zootropolis

Kristján Guðjónsson
Sunnudaginn 10. apríl 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvað ef Mikki refur væri ofsóttur af dýrunum í Hálsaskógi fyrir það eitt að vera eins og hann er? Hver ofsækir hvern er stundum spurning um sjónarhól. Bæði vinstri- og hægrimenn telja fjölmiðla vera með hinum í liði. Í Ísrael og Palestínu líta báðir aðilar á sig sem lítilmagnann að berjast fyrir tilverurétti sínum, og svo mætti lengi telja. Stórar spurningar allar, og varla hefði maður búist við að Disney-teiknimynd yrði mikilvægt innlegg í umræðuna.

En það er Zootropolis einmitt, og rétt eins og Inside Out var besta mynd síðasta árs er þetta besta myndin í almennum sýningum hérlendis það sem af er ári. Það er ekki að því að spyrja að stórborg dýranna er mikið konfekt fyrir augað og hressilegir brandarar á hverju strái. Refurinn og kanínan eru ferskt innlegg í hið oftast þreytta „buddy-cop“ form. Vísanir í Guðföðurinn og Breaking Bad þjóna tilgangi í stað þess að vera útúrdúrar. Og J.K. Simmons er frábær í litlu en veigamiklu hlutverki borgarstjórans.

En það eru pælingarnar sem standa eftir þegar upp er staðið. Vissulega eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir, en þýðir það að allir eigi að vera eins? Og hvaða meirihluti er það sem ákveður hvað það er að vera eins? Zootropolis er frábær ádeila á múgæsing og fordóma af öllum stærðum og gerðum, en tekst líka að gefa manni trú á að allir geti á endanum fengið að vera það sem þeir vilja. Og síðast en ekki síst er hún afbragðs skemmtun. Geri aðrir betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun

Britney Spears birtir óræð skilaboð eftir að fyrrverandi opnaði sig um ógnvekjandi hegðun
Fókus
Fyrir 3 dögum

KÍTÓN tónleikar í Iðnó

KÍTÓN tónleikar í Iðnó
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“

Kylie Jenner harðlega gagnrýnd – „Ógeðslega ógeðslegt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta

Byrjar þú daginn á því að stíga á vigtina – Þá þarftu að heyra þetta
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan

Hafnaði föstu hlutverki í Saturday Night Live – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll

Náði botninum í raunveruleikaþætti – Nær óþekkjanlegur sem vöðvatröll