fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fókus

Zootopia sló met Frozen

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 7. mars 2016 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teiknimyndin Zootopia var frumsýnd í kvikmyndahúsum í Banadaríkjunum um helgina og er óhætt að segja að myndin hafi farið vel af stað. Zootopia halaði inn 73,7 milljónir Bandaríkjadala og sló þar með met sem Frozen setti árið 2013, en tekjur af henni fyrstu sýningarhelgina námu 67,4 milljónum dala.

Zootopia segir frá skrautlegum og litríkum dýrum í óþekktri stórborg. Segir myndin frá kanínunni Judy Hopps sem er nýbyrjuð í lögregluliði borgarinnar. Hún kynnist brögðóttum ref, Nick Wilde, og þegar dularfullir atburðir fara að gerast þurfa þau að vinna saman að úrlausn mála. Myndin hefur hlotið góða dóma hjá gagnrýnendum, en um er að ræða 55. Disney-myndina í fullri lengd.

Af þeim myndum sem frumsýndar hafa verið í marsmánuði, er myndin sú fjórða aðsóknarmesta í sögunni. Útlit er fyrir að velgengnin muni halda áfram enda verða tiltölulega fáar stórmyndir frumsýndar á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi

Hópfjármagnaði Play sófann fyrir félagsmiðstöð í Vestmannaeyjum á einum degi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði

Stórhýsi Antons loksins selt á undirverði
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“

Harry sagður hafa klúðrað sáttum við föður sinn með nýjasta útspilinu – „Hann var svo nálægt því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans

Stóra eftirsjá Al Pacino – Diane Keaton var ástin í lífi hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“

„Mounjaro hefur haft hræðileg áhrif á mig sem mér hefði aldrei dottið í hug – Ég get ekki sagt neinum frá því“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu

Dauði Diane Keaton kom nánum vinum hennar algerlega í opna skjöldu