fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Fagrir litir og leigumorð

Kristján Guðjónsson
Fimmtudaginn 25. febrúar 2016 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Taívanski leikstjórinn Hou sagði að þegar hann sá sögusvið nýjustu myndar sinnar hafi það verið eins og að stíga inn í klassískt kínverskt málverk. Og það má til sanns vegar færa, mynd þessi er að miklu leyti eins og málverk og best að njóta hennar sem slíks.

Þegar hér er komið sögu erum við orðin nokkuð kunnug wuxia myndum – hinum kínverska stíl bardagamynda. Keisari ríkir í Kína, litirnir eru sterkir og slagsmálaatriðin nánast ofurmannleg, þótt enginn fljúgi í loftinu. Og þó að Hou sé stundum nefndur með bestu leikstjórum samtímans hefur hann litlu við formið að bæta, Hús hinna fljúgandi hnífa er enn best.

Myndin er byggð á þjóðsögu frá 9. öld og segir frá stúlku sem er framarlega í leigumorðingjabransanum en vill síður drepa vini og vandamenn. Málin vandast þegar hún fær það verkefni að drepa fyrrverandi ástmann sinn og frænda, sem tilheyrir ætt sem á í útistöðum við keisarann.

Þrátt fyrir þessa fremur einföldu uppbyggingu á áhorfandinn stundum erfitt með að fylgja þræðinum. Pólitíkin og fjölskyldumálin eru á köflum heldur ruglingsleg, og er þar kannski efnivið sem er lítt þekktur hérlendis um að kenna. Fjörugar umræður mynduðust á ganginum á eftir um efnið, þar sem einn áhorfandinn sagði að ef til vill ættu Asíubúar í erfiðleikum með að skilja kvikmyndun á Njálu, ef við fáum þá einhvern tímann slíka.

The Assassin er vissulega mikið fyrir augað, en kannski er maður farinn að þrá mynd um sögu Kína sem er minna málverk og meira bíómynd. Þetta getur ekki allt hafa verið svona fallegt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli