fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Matur

Mikil gleði í eins árs afmæli Mabrúka á dögunum

Sjöfn Þórðardóttir
Sunnudaginn 19. mars 2023 13:19

Safa og teymið hennar til glæsilegrar afmælisveislu sem haldin var á veitingastaðnum Sumac á dögunum og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lét sig ekki vanta í afmælisfögnuðinn. MYND/AÐSEND.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 100 manns fögnuðu eins árs afmæli Mabrúka með Söfu Jemai á Sumac og þar mátti sjá landsliðskokka, matreiðslumeistara, matgæðinga, ráðamenn landsins og fleiri góða gesti sem hafa kynnst kryddunum hennar Söfu Jemai og notið þeirra í matargerð sinni.

Eins og fram kemur í helgarblaðið Fréttablaðsins er Safa eigandi Mabrúka, sem flytur inn heimagert krydd frá heimalandi sínu Túnis, fagnaði eins árs afmæli Mabrúka síðastliðinn þriðjudag. Af því tilefni buðu Safa og teymið hennar til glæsilegrar afmælisveislu sem haldin var á veitingastaðnum Sumac.

Mikið var um dýrðir í veislunni og boðið var upp á létta skemmtidagskrá og einstakan sjö rétta afmælismatseðil sem innihélt rétti frá Túnis sem Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari, eigandi Sumac, og teymið hans töfruðu fram af sinni alkunnu snilld. Tónlistin sem ómaði var frá Miðjarðarhafinu og átti vel við meðan veislugestir nutu þess að snæða þessa dýrindis rétti sem allir buðu upp á bragð og áferð frá Túnis þar sem kryddin frá Mabrúka léku aðalhlutverkið.

Ég er ótrúlega heppin með teymið sem hefur verið með mér í þessu, veitt mér stuðning og hvatningu allan tímann og haft trú á þessu verkefni. Í teyminu erum við sjö en hér á landi eru það Ívar Guðmundsson, verkefnastjóri Kelechi, Anna Hafstað markaðsstjóri og bróðir minn Yosri sem nú er kominn hingað til lands,“ segir Safa og er í skýjunum með þau viðbrögð sem kryddin þeirra hafa fengið.

„Þetta eru fersk krydd sem mamma mín í Túnis býr til frá grunni eins og í gamla daga og þurrkar í sólinni en ekki í ofni, krydd sem hún gerir sjálf og velur aðeins besta hráefnið sem völ er á beint frá bændum,“ segir Safa og bætir við að í dag sé Mabrúka nýsköpunar-matarfyrirtæki sem býr til handgert og sólþurrkað krydd bæði fyrir veitingastaði og heimili.

„Mabrúka er annað og meira en bara kryddfyrirtæki. Mabrúka stendur fyrir valdeflingu kvenna, samfélagsábyrgð, er kraumandi suðupottur mismunandi menningarheima, þar sem norðurafrísk menning blandast saman við norræna og íslenska. Mabrúka er fyrirtæki sem er meðvitað um ábyrgð sína, en líka tækifæri til að láta gott af sér leiða. Þetta er verkefni sprottið af ástríðu.“

Hér má sjá stemninguna sem ríkti í afmælisveislu Mabrúka á dögunum sem haldin var á veitingastaðnum Sumac:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa