fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fókus

Valgeir missti allt í hruninu: „Þegar þú átt ekkert þá hefur þú engu að tapa“

Auður Ösp
Mánudaginn 24. september 2018 16:00

Valgeir Skagfjörð. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgeir Skagfjörð ólst upp föðurlaus og átti sér þá ósk heitasta að eignast pabba. Móðir hans átti við áfengis- og geðræn vandamál að stríða og gengu Valgeir og yngri systkini hans sjálfala. Hann hitti föður sinn fyrst 17 ára gamall en varð fyrir svo miklum vonbrigðum að hann sleit öll tengsl við hann og vildi ekkert meira af honum vita. Um 22 árum síðar lágu leiðir feðganna saman á ný og það fyrir einskæra tilviljun.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

Missti allt

Valgeir lét heyra í sér þegar búsáhaldabyltingin stóð sem hæst. Rétt eins og svo margir fór hann illa út úr bankahruninu árið 2008.

„Það var selt ofan af mér og það gekk ekkert að eiga við umboðsmann skuldara. Fyrir hrun höfðum við keypt íbúð í gömlu húsi, ásamt risi. Þetta átti að vera fjárfesting til elliáranna. Svo var alltaf verið að hringja og hvetja okkur til að endurfjármagna og steypa okkur í meiri og meiri skuldir. Svo kom þessi skilnaður og þá fóru heilar árstekjur. Ég sat einn eftir og réð ekki við þetta. Við keyptum á 21 milljón og allt í einu var verðgildið komið í 35 milljónir en ég skuldaði 50 milljónir.

En ég er búinn að sleppa takinu á þessu. Þetta skipti mig rosalega miklu máli á sínum tíma en ekki lengur. Þetta var bara hús. Í dag á ég ekki neitt og ég skulda ekki neitt og því fylgir mikið frelsi. Þegar þú átt ekkert þá hefur þú engu að tapa. Það er ekkert sem bindur mig. Í dag á ég ekki mikið, en ég á alltaf nóg. Ég á mig. Ég hafði í alvöru trú á því að okkur myndi takast að breyta hlutunum, en það gerðist ekki.“

Valgeir gegndi á sínum tíma formennsku fyrir Borgarahreyfinguna og var varaþingmaður flokksins. Það voru hans fyrstu og síðustu afskipti af þingmennsku.

„Ég brann rosalega mikið fyrir hugsjónum og mig langaði að breyta samfélaginu. Ég vil það ennþá; ég vil að við fáum nýja stjórnarskrá, ég vil breyta stjórnarkerfinu. Ég vil uppræta spillingu og ég vil að fólkið í landinu fái að njóta ávaxta erfiðisins í stað þess að eitt prósent landsmanna fái að sölsa undir sig öll auðæfin.

En ég er einhvern veginn búinn að sleppa takinu. Ég vil ekki vera beinn þátttakandi í pólitík. Ég gæti ekki starfað sem þingmaður, að standa í þessu eilífa þrasi og koma aldrei neinu í verk. En ég vil og mun halda áfram að berjast fyrir réttlæti og ég hef sterka pólitíska tilfinningu fyrir því hvernig ég vil hafa hlutina. Og ég get haft áhrif með öðrum leiðum.“

Leitum að lífsfyllingu á röngum stöðum

Í dag starfar Valgeir sem kennari og markþjálfi í Fjölsmiðjunni. Hann aðstoðar ungmenni sem vantar stuðning og þjálfun til að halda áfram í námi eða komast út á vinnumarkaðinn. Hann hefur orðið vitni að ótrúlegum framförum og segir starfið í Fjölsmiðjunni gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild.

Hann er á góðum stað í dag. Og hann vill vekja aðra miðaldra karlmenn til vitundar. Hann kynntist bandarískum rithöfundi sem skrifaði bókina „The Middle Life Playbook“ og hyggst þýða bókina yfir á íslensku.

„Miðaldra íslenskum karlmönnum hættir svo oft til að breytast í sófakartöflur þegar seinni hálfleikur lífsins tekur við. Konurnar fara á fullt í þetta „borða, biðja, elska“-dæmi á meðan karlarnir staðna á vissan hátt. Þetta er sinnuleysi og sofandaháttur. Við erum svæfðir með endalausri afþreyingu og talin trú um að við verðum ekki hamingjusamir nema við kaupum þetta og hitt, nýjan jeppa eða nýtt grill. Sá vinnur sem á mesta dótið þegar hann deyr. Við leitum að lífsfyllingu á röngum stöðum. Íslenskir karlmenn eru almennt mjög uppteknir af því að halda uppi einhverri ímynd, þurfa að eiga fullt af hlutum og alltaf hafa rétt fyrir sér. Halda kúlinu. Ekki gráta eða sýna tilfinningar. Þeir tengjast ekki sjálfum sér.

Við förum í gegnum lífið í ákveðinni röð, nám, vinna, hús, bíll og fjölskylda en hvað tekur svo við í seinni hálfleik? Menn staldra ekki við og spyrja „hvað er ég að gera hérna? Er ég í alvörunni hamingjusamur eða er ég bara að fljóta með straumnum?““

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“

Fólk opnar sig um fáránlegar ástæður fyrir brottrekstri úr starfi – „Sé ekki eftir neinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“

Sjáðu fjallkonuna í ár – Flutti ljóð eftir Bubba Morthens: „Landið okkar flokkar ekki fólk“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar

Stóri dagurinn hjá Ernu Hrönn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“

Liggur flatur eftir 12 ferðir á Esjuna á innan við sólarhring: „Geng ekki um óstuddur“