fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Hvað segir mamma? 13. apríl

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. apríl 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skagamaðurinn og knattspyrnuhetjan Ólafur Þórðarson hefur verið mikið milli tannanna á fólki eftir viðtal sem birtist í þættinum Návígi á fótbolti.net. Þar gagnrýndi hann þjóðfélagið harkalega, sagði að það væri verið að „kellingavæða allt saman“, „femínisminn væri orðinn allsráðandi“ og verið væri að „rítalíndópa börn frá unga aldri.“ Olli þetta miklum úlfaþyt á samfélagsmiðlum og margir sögðu viðhorf Ólafs gamaldags og fordómafull en flestir sem til þekkja í knattspyrnuheiminum og þekkja Ólaf hafa varið hann. Ólafur sér ummælin hins vegar ekki þar sem hann er ekki sjálfur á samfélagsmiðlum.

Móðir Ólafs, Ester Teitsdóttir, er 85 ára gömul Skagamær og eldhress. Hún segir:

„Ólafur var ósköp jafnlyndur greyið og alltaf kátur.“

Hvernig var hann sem barn?

„Hann var mjög athafnasamur sem barn. Við áttum heima á Sóleyjargötunni á Akranesi og þar fyrir framan er stórt tún sem er kallað Merkurtún. Þar var allur skarinn af Skaganum að leika sér í fótbolta og allra handa leikjum og Ólafur var þar mikið. Ég kallaði á hann í mat og svo var farið út aftur og leikið sér fram á kvöld. Það var ekkert hangið í tölvum, en þær voru reyndar ekki til þá,“ segir Ester og hlær.

En þegar hann varð eldri?

„Hann var tekinn í vinnu og látinn hjálpa til. Pabbi hans var með bílaútgerð og Ólafur var látinn bera pakka og annað sem þurfti að gera þar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig

Besta deildin: Tvö rauð spjöld á loft er FH vann á Akranesi – Vestri komið með sex stig
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Varar við kínverskri leyniaðgerð

Varar við kínverskri leyniaðgerð
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu

Sjáðu ótrúlegar myndir: Fann óvenjulegt vopn og hótaði öllu illu – Á von á harðri refsingu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum

Byrjunarlið Tottenham og Arsenal – Mikið undir í stórleiknum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“

Sambandið hangir á bláþræði eftir framhjáhaldið: Stórstjarnan gæti fengið óþarfa athygli í sumar – ,,Hefur áhrif á mig á börnin“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt

Messi minnir verulega á sig – Var stórkostlegur í nótt