Í júnílok bauð MS í sumarpartý í Heiðmörk. Tilefnið var nýtt alþjóðlegt vörumerki í skyri, Ísey skyr og var gestum boðið uppá glæsilegar veitingar og góð tónlistaratriði.
Einn af þjóðarréttum Íslendinga er skyr og á næstu vikum mun Skyr.is, sem við þekkjum vel, hverfa úr hillum verslana og Ísey skyr, nýtt alþjóðlegt vörumerki, koma í staðinn. Við val á nýja nafninu vildi MS leitast við að halda fast í tengingu skyrsins við Ísland, það átti hafa íslenskan staf og vera bæði stutt og einfalt. Til að heiðra konur landsins sem miðluðu þekkingu á skyrgerð til dætra sinna í gegnum aldirnar og til að endurspegla þennan íslenska bakgrunn og sögu skyrsins heitir skyrið nú Ísey skyr, en Ísey er séríslenskt kvenmannsnafn sem vísar í eyjuna Ísland.
Bauð MS góðum gestum, helstu viðskiptavinum og erlendum samstarfsaðilum í óvissuferð. Mættu gestir við MS, þar sem stigið var upp í rútur og haldið inn í Heiðmörk. Þar var boðið upp á glæsilegar veitingar þar sem Ísey skyr var meðal annars notað í sósur, eftirrétti og kokteila. Nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, Emmsjé Gauti, Sísí Ey, Amabadama og Júníus Meyvant, auk Brassbandsins sáu um söng og stemninguna og Þórunn Lárusdóttir söng-og leikkona stjórnaði gleðinni með glæsibrag. Sannkallað sumarpartý.
Sólin skein í Heiðmörk Sólin tók á móti góðum gestum, fyrir miðju er Ari Edwald, forstjóri MS og eiginkona hans, Gyða Dan Johansen.
Mynd: Mummi Lú
Samfélagsmiðlum sinnt Þórunn Ívarsdóttir lífsstílsbloggari og Birta Bjarnadóttir tékka á samfélagsmiðlunum.
Mynd: Mummi Lú
Skál! Í partýum er alltaf skálað.
Mynd: Mummi Lú
Stuð og stemning Brassbandið setti tóninn fyrir kvöldið.
Mynd: Mummi Lú
Sólarstúlkur Söngkonurnar Salka Sól og Steinunn Jóns sáu um fjörið ásamt félögum þeirra í Amabadama.
Mynd: Mummi Lú
Söngvari og sveit Söngvarinn Júníus Meyvant og hljómsveit hans skiluðu seiðmögnuðum tónum.
Mynd: Mummi Lú
Stýrt með glæsibrag Þórunn Lárusdóttir söng- og leikkona var veislustjóri og kynnir kvöldsins og stóð sig með glæsibrag að vanda.
Mynd: Mummi Lú
Skyr í skálum Í öllum góðum partýum er góður matur og gestum var boðið upp á Ísey skyr eftirrétti, sem runnu ljúft niður.
Mynd: Mummi Lú
Sæl í sumarblíðu Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Inga Guðrún Birgisdóttir og Steinunn Þórhallsdóttir brostu sínu blíðasta í sumarblíðunni.
Mynd: Mummi Lú
Syngjandi systur og strákur Hljónsveitin Sísý Ey, sem systurnar Elín, Elísabet og Sigga skipa ásamt Friðfinni, söng sumarsmelli.
Mynd: Mummi Lú
Sjörnukokkur Vel fór á með félögunum Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni framkvæmdastjóra Lagardère í Leifsstöð og stjörnukokkinum Sigga Hall.
Mynd: Mummi Lú
Skúlptur úr ís Ísey ísskúlpturinn vakti mikla lukku meðal gesta og var mikið myndaður.
Mynd: Mummi Lú
Sá svalasti Rapparinn Emmsjé Gauti er engum líkur þegar hann stígur á stokk.
Mynd: Mummi Lú
Svalandi sumarkokteill Tinna Alavis lífsstílsbloggari og vinkonur með sumarkokteil í hendi.
Mynd: Mummi Lú