fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Skemmtilegt sumarpartí MS í Heiðmörk

Ísey skyr sett á markað

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 9. júlí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í júnílok bauð MS í sumarpartý í Heiðmörk. Tilefnið var nýtt alþjóðlegt vörumerki í skyri, Ísey skyr og var gestum boðið uppá glæsilegar veitingar og góð tónlistaratriði.

Einn af þjóðarréttum Íslendinga er skyr og á næstu vikum mun Skyr.is, sem við þekkjum vel, hverfa úr hillum verslana og Ísey skyr, nýtt alþjóðlegt vörumerki, koma í staðinn. Við val á nýja nafninu vildi MS leitast við að halda fast í tengingu skyrsins við Ísland, það átti hafa íslenskan staf og vera bæði stutt og einfalt. Til að heiðra konur landsins sem miðluðu þekkingu á skyrgerð til dætra sinna í gegnum aldirnar og til að endurspegla þennan íslenska bakgrunn og sögu skyrsins heitir skyrið nú Ísey skyr, en Ísey er séríslenskt kvenmannsnafn sem vísar í eyjuna Ísland.

Bauð MS góðum gestum, helstu viðskiptavinum og erlendum samstarfsaðilum í óvissuferð. Mættu gestir við MS, þar sem stigið var upp í rútur og haldið inn í Heiðmörk. Þar var boðið upp á glæsilegar veitingar þar sem Ísey skyr var meðal annars notað í sósur, eftirrétti og kokteila. Nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar, Emmsjé Gauti, Sísí Ey, Amabadama og Júníus Meyvant, auk Brassbandsins sáu um söng og stemninguna og Þórunn Lárusdóttir söng-og leikkona stjórnaði gleðinni með glæsibrag. Sannkallað sumarpartý.

Sólin tók á móti góðum gestum,  fyrir miðju er Ari Edwald, forstjóri MS og eiginkona hans, Gyða Dan Johansen.
Sólin skein í Heiðmörk Sólin tók á móti góðum gestum, fyrir miðju er Ari Edwald, forstjóri MS og eiginkona hans, Gyða Dan Johansen.

Mynd: Mummi Lú

Þórunn Ívarsdóttir lífsstílsbloggari og Birta Bjarnadóttir tékka á samfélagsmiðlunum.
Samfélagsmiðlum sinnt Þórunn Ívarsdóttir lífsstílsbloggari og Birta Bjarnadóttir tékka á samfélagsmiðlunum.

Mynd: Mummi Lú

Í partýum er alltaf skálað.
Skál! Í partýum er alltaf skálað.

Mynd: Mummi Lú

Brassbandið setti tóninn fyrir kvöldið.
Stuð og stemning Brassbandið setti tóninn fyrir kvöldið.

Mynd: Mummi Lú

Söngkonurnar Salka Sól og Steinunn Jóns sáu um fjörið ásamt félögum þeirra í Amabadama.
Sólarstúlkur Söngkonurnar Salka Sól og Steinunn Jóns sáu um fjörið ásamt félögum þeirra í Amabadama.

Mynd: Mummi Lú

Söngvarinn Júníus Meyvant og hljómsveit hans skiluðu seiðmögnuðum tónum.
Söngvari og sveit Söngvarinn Júníus Meyvant og hljómsveit hans skiluðu seiðmögnuðum tónum.

Mynd: Mummi Lú

Þórunn Lárusdóttir söng- og leikkona var veislustjóri og kynnir kvöldsins og stóð sig með glæsibrag að vanda.
Stýrt með glæsibrag Þórunn Lárusdóttir söng- og leikkona var veislustjóri og kynnir kvöldsins og stóð sig með glæsibrag að vanda.

Mynd: Mummi Lú

Í öllum góðum partýum er góður matur og gestum var boðið upp á Ísey skyr eftirrétti, sem runnu ljúft niður.
Skyr í skálum Í öllum góðum partýum er góður matur og gestum var boðið upp á Ísey skyr eftirrétti, sem runnu ljúft niður.

Mynd: Mummi Lú

Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Inga Guðrún Birgisdóttir og Steinunn Þórhallsdóttir brostu sínu blíðasta í sumarblíðunni.
Sæl í sumarblíðu Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Inga Guðrún Birgisdóttir og Steinunn Þórhallsdóttir brostu sínu blíðasta í sumarblíðunni.

Mynd: Mummi Lú

Hljónsveitin Sísý Ey, sem systurnar Elín, Elísabet og Sigga skipa ásamt Friðfinni, söng sumarsmelli.
Syngjandi systur og strákur Hljónsveitin Sísý Ey, sem systurnar Elín, Elísabet og Sigga skipa ásamt Friðfinni, söng sumarsmelli.

Mynd: Mummi Lú

Vel fór á með félögunum Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni framkvæmdastjóra Lagardère  í Leifsstöð og stjörnukokkinum Sigga Hall.
Sjörnukokkur Vel fór á með félögunum Sigurði Skagfjörð Sigurðssyni framkvæmdastjóra Lagardère í Leifsstöð og stjörnukokkinum Sigga Hall.

Mynd: Mummi Lú

Ísey ísskúlpturinn vakti mikla lukku meðal gesta og var mikið myndaður.
Skúlptur úr ís Ísey ísskúlpturinn vakti mikla lukku meðal gesta og var mikið myndaður.

Mynd: Mummi Lú

Rapparinn Emmsjé Gauti er engum líkur þegar hann stígur á stokk.
Sá svalasti Rapparinn Emmsjé Gauti er engum líkur þegar hann stígur á stokk.

Mynd: Mummi Lú

Tinna Alavis lífsstílsbloggari og vinkonur með sumarkokteil í hendi.
Svalandi sumarkokteill Tinna Alavis lífsstílsbloggari og vinkonur með sumarkokteil í hendi.

Mynd: Mummi Lú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“