Nýjasta stjarnan í íslenskum handknattleik er óumdeilanlega Gísli Þorgeir Kristjánsson, sonur Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Kristjáns Arasonar. Erlend lið hafa verið að bera víurnar í kappann sem hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli í olnboga.
Gísli skellti sér í hádegisverð á Kaffi Vest ásamt móður sinni í vikunni þar sem hann hitti nafna sinn, Gísla Martein Baldursson. Stóðst ráðherrann ekki mátið og smellti af mynd af félögunum. Gísli Marteinn er sjálfur að glíma við meiðsli en benti á hinn augljósa sannleika þegar hann deildi myndinni á Twitter:
„Tveir leikmenn sem hafa verið að glíma við meiðsli að undanförnu. Erlendir klúbbar hafa meiri áhuga á þessum olnboga en hásininni minni.“