fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Post Malone rappar af list

Æska landsins fyllti Silfurberg

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. júlí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Post Malone er einn sá heitasti á rappsenunni í dag og síðastliðinn miðvikudag, 11. júlí, fyllti hann Silfurberg í Hörpu. Æska landsins flykktist á tónleikana til að hlýða á lög hans og íslensku tónlistarmannanna Auðs og Alexanders Jarls sem sáu um upphitun.

Í febrúar 2015 setti Post Malone lagið White Iverson inn á tónlistarveituna SoundCloud. Tónlistarmenn á borð við Wiz Khalifa og Mac Miller fóru að tvíta um hann og lofa hann í bak og fyrir. Tónlistarhátíðir, boð um samstarf frá Kanye West, Jay-Z og 50 Cent, auk baráttu stóru útgáfurisanna um hann fylgdi svo í kjölfarið. Í ágúst sama ár samdi hann við Republic Records. Fyrsta platan, Stoney, kom út 9. desember 2016.

Post Malone heilsar tónleikagestum.
Vel flúraður og vinsæll Post Malone heilsar tónleikagestum.

Mynd: Mummi Lú

Lagið White Iverson er orðinn risasmellur; en það náði 1. sæti á Rhythm Radio-listanum og er þreföld platínumsmáskífa. Því hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og er með rúmlega 280 milljón áhorf á YouTube og Vevo.

Post Malone er nýkominn úr heimstónleikaferðalagi þar sem hann hitaði upp fyrir vin sinn Justin Bieber og ferðast nú um heiminn með heilmikið af glænýju eigin efni.

Fylgist vel með rappsenunni

Leiklistarneminn og Snapchat-stjarnan Aron Már Ólafsson eða Aron Mola eins og hann kallar sig á Snapchat var hæstánægður með tónleika Post Malone. „Þetta voru mjög vel heppnaðir tónleikar,“ segir Aron. „Ég er mikill aðdáandi Post Malone, en ég fór að fylgjast með honum einhvern tíma á síðasta ári.“

Logi Pedro og Aron Mola fylgjast vel með rappsenunni.
Góðir félagar Logi Pedro og Aron Mola fylgjast vel með rappsenunni.

Mynd: Mummi Lú

Aron fylgist vel með rappsenunni, bæði hér heima og erlendis, enda rótgróinn í henni hér heima og segir hann að hér heima fylgist rapparar hver með öðrum og hjálpist að. Aron stundar nú nám í leiklist og er á öðru ári. Hann er einnig aðallega í því að taka upp, klippa og leikstýra tónlistarmyndböndum og það nýjasta er Joey Cypher sem rappararnir Joey Christ, Hr. Hnetusmjör, Aron Can og Birnir gerðu saman, en myndbandið var tekið upp í verslun Costco í Kauptúni.

„Post Malone er tiltölulega nýr tónlistarmaður á rappsenunni og því er markhópurinn hans kannski aðeins yngri,“ segir Aron. En ætla má að meðalaldurinn á tónleikunum hafi verið 15–18 ára, en helgast það kannski líka af því að jafnan er aldurstakmark á slíka tónleika hér heima vegna áfengissölu. Og líklega eiga margir þeirra sem eldri eru bara eftir að uppgötva Post Malone og tónlist hans.

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er á bak við nafnið Auður.
Auður Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson er á bak við nafnið Auður.

Mynd: Mummi Lú

Alexander Jarl er einn af þeim vinsælli í dag og leggur allt undir í flutningnum.
Allt undir Alexander Jarl er einn af þeim vinsælli í dag og leggur allt undir í flutningnum.

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Það er alltaf töff að geta tekið í hendina á frægum tónlistarmanni.
Taktu í hendina á mér Það er alltaf töff að geta tekið í hendina á frægum tónlistarmanni.

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson, er einn af þeim reyndu í bransanum og söngvari Gusgus og Nýdönsk. Hann mætti ásamt dóttur sinni, Daníelu, og systurdóttur sinni, Margrjeti Davíðsdóttur.
Reyndur í bransanum Söngvarinn Daníel Ágúst Haraldsson, er einn af þeim reyndu í bransanum og söngvari Gusgus og Nýdönsk. Hann mætti ásamt dóttur sinni, Daníelu, og systurdóttur sinni, Margrjeti Davíðsdóttur.

Mynd: Mummi Lú

Það var gleði og spenna sem ríkti í Silfurbergi.
Spennan eykst Það var gleði og spenna sem ríkti í Silfurbergi.

Mynd: Mummi Lú

Það er alltaf töff að vera fremst og missa ekki af neinu sem fram fer á sviðinu.
Staðið framan við sviðið Það er alltaf töff að vera fremst og missa ekki af neinu sem fram fer á sviðinu.

Mynd: Mummi Lú

Uppselt var á tónleikana og fjölmörg ungmenni mætt. Flott ungmenni sem meta rapp.
Æska landsins fjölmennti Uppselt var á tónleikana og fjölmörg ungmenni mætt. Flott ungmenni sem meta rapp.

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=SLsTskih7_I?rel=0&hd=1&wmode=transparent]
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum

Jillian Michaels rýfur þögnina um heimildaþættina um The Biggest Loser – Svarar alvarlegum ásökunum