fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fókus

Bónusferð endaði á Barnaspítalanum

Alexander, 18 mánaða, slasaðist í rúllustiga í Holtagörðum – Ókunnug kona kom honum til bjargar

Kristín Clausen
Laugardaginn 15. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta gerðist svo hratt,“ segir Sigríður Júlía Wium Hjartardóttir en mánudaginn 10. júlí síðastliðinn slasaðist 18 mánaða sonur hennar þegar hann datt í rúllustiga í Holtagörðum. Sigríður, sem á þrjá fjöruga drengi, var stödd í Holtagörðum þar sem hún ætlaði að kaupa í matinn Bónus. Slysið bar að með þeim hætti að rétt á meðan Sigríður var að sinna öðrum eldri syni sínum, sem klemmdi sig á leikkastala á ganginum við rúllustigann, komst Alexander óséður að rúllustiganum. Alexander hljóp um það bil hálfan metra upp stigann áður en hann hrasaði og festi fingurna á milli stigans og handriðsins. „Stiginn stoppaði ekki heldur færðist Alexander með honum aftur niður á meðan puttarnir urðu eftir. Einn puttinn fór lengra ofan í og festist. Það var hryllingur að horfa upp á þetta.“

Slysin gera ekki boð á undan sér

Sigríður kveðst seint gleyma augnablikinu þegar hún sá Alexander fastan í stiganum. „Nokkrum sekúndum áður hafði hann staðið alveg uppi við mig. Ég hélt að hann stæði enn þar. Það næsta sem ég heyri er að hann æpti af sársauka.“
Snör viðbrögð ókunnugrar konu, sem var í rúllustiganum þegar Alexander datt, og hjálpaði Sigríði að hlúa að honum, gerðu að verkum að Alexander komst hratt og örugglega undir læknishendur. Sigríður náði fingrum Alexanders upp úr opinu. Hún sá þó fyrst um sinn ekki hversu mikið slasaður Alexander var þar sem það blæddi töluvert úr sárinu. „Konan tók Alexander í fangið á meðan ég fór að sækja servíettur til að stöðva blæðinguna. Þetta var alls ekki huggulegt.“

Leitar að bjargvættinum

Á meðan Sigríður sinnti Alexander sem var orðinn útataður í blóði hringdi konan á sjúkrabíl. „Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir viðbrögð þessarar konu. Ekki aðeins stóð hún eins og klettur við hlið mér á meðan ég sinnti Alexander heldur hjálpaði hún mér með hina tvo strákana á meðan sjúkrabíllinn var á leiðinni og leit eftir þeim þangað til pabbi þeirra kom að ná í þá á meðan ég fór í sjúkrabílnum með litla. Ég veit ekki einu sinni hvað hún heitir. Ég var í svo miklu áfalli að ég gleymdi að spyrja hana. Mig langar svo að þakka þessari konu almennilega fyrir aðstoðina. Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hún hefði ekki verið þarna á þessu hörmulega augnabliki.“

Heppinn að ekki fór verr

Eftir að Sigríður kom á Barnaspítalann fékk hún að vita að þrátt fyrir að Alexander hefði misst framan af fingri, nöglin farið af og hann fingurbrotnað er mikil mildi að ekki fór verr. „Sem betur fer eru puttarnir hans enn svo litlir. Læknarnir sem við hittum á spítalanum sögðu mér að hann væri mjög heppinn að hafa ekki slasast meira.“ Þau fengu að fara heim á mánudagskvöldið en munu vera í reglulegu eftirliti á spítalanum næstu vikurnar. Þá segir Sigríður að Alexander beri sig vel, miðað við aðstæður, en þurfi að taka verkjalyf á fjögurra klukkustunda fresti til að halda sársaukanum í skefjum.
Þá segir Sigríður að það hefði verið erfitt að koma í veg fyrir slysið. „Þetta er svo opið. Kannski væri hægt að setja eitthvert öryggisplast þarna eða eitthvað svo börn komi puttunum ekki þarna ofan í. Ég verð að minnsta kosti aldrei róleg með hann nálægt svona stiga aftur.“
Andri Þór Arinbjörnsson, framkvæmdastjóri eignaumsýslusviðs hjá Reitum, segir að rúllustiginn fari með reglulegu millibili í lögbundið eftirlit. „Þegar svona gerist þá látum við okkar þjónustuaðila gera auka úttekt á stiganum. Þeir koma í Holtagarða í vikunni og ætla að yfirfara hann. Það skiptir okkur öllu máli að öryggismálin séu á hreinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?

Hlutur til sölu í Góða hirðinum vekur kátínu – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi

Ætlaði að koma kærastanum á óvart – Kom í staðinn upp um stóra lygi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn

Segir að svona sé hægt að borða og drekka á Íslandi án þess að fara á hausinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““

Sigurður Árni: „Þögn kom yfir salinn og einn af þeim sem ég hafði litið upp til sagði: „Haltu kjafti, auminginn þinn““
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn