Ester Hjartardóttir greindi frá í gær að hún hefði átt leið í Húsasmiðjuna í Hafnarfirði. Þegar þangað var komið lenti hún í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að fóturinn datt af henni. Ester segir:
„Var í húsasmiðjunni Hafnarfirði þegar fóturinn datt af mér (gervifótur) náði að fá mér sæti og svo kom mjög viðkunnanlegur starfsmaður.“
Ester hrósar starfsmanninum og segir hann strax hafa fundið út hvaða skrúfur vantaði. Hann náði í sexkant og ásamt öðrum starfsmanni festu þeir fótinn aftur á Ester. Ester var afar ánægð með þjónustuna og segir:
„Ég gat klárað að versla. Kærar þakkir enn og aftur sannarlega duglegir og fjölhæfir starfsmenn í Húsasmiðjunni Hafnarfirði.“