fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fókus

Biggi lögga segir Íslendingum sannleikann um Jayden K Smith: Hættið að deila þessum texta

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 10. júlí 2017 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skilaboð hafa gengið manna á millum á samfélagsmiðilsins Facebook þar sem notendur eru eindregið varaðir við að samþykkja vinabeiðnir frá reikningi sem ber nafnið Jayden K Smith. Þessu er einkum komið til skila í gegnum Facebook Messenger en sumir hafa gripið til þess ráðs að deila þessari viðvörun á Facebook veggnum sínum. Frá þessu greinir Pressan og segir jafnframt að um gabb sé að ræða. Notandinn Jayden K Smith sé ekki að senda vinabeiðnir í gríð og erg í þeim tilgangi að hakka sig inn á Facebook – reikninga fólks. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga hefur einnig kynnt sér málið og vitnar í erlenda miðla. Hann segir:

„Nei þarna. Þessi Jayden K. Smith er ekki einhver hættulegur hakkari sem hakkar þig inn á reikninginn þinn og vina þinna ef þú samþykkir hann sem vin. Það virkar bara ekki þannig. Sá sem byrjaði þennan póst var heldur enginn tölvuhakkari en engu að síður ágætis tölvuprakkari sem fékk fullt af fólki um allan heim til að áframsenda tilgangslausan póst.“

Frétt Pressunnar má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi

Serena Williams um af hverju hún byrjaði á þyngdarstjórnunarlyfi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata með Laufeyju komin út

Ný plata með Laufeyju komin út
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi

Íslandsvinur lést í mótorhjólaslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“

Hildur lýsir upplifun sinni hjá tannlækninum – „Sé tækin þeirra eins og monstertruck…einhver að tengja?“