fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025

Guðmunda Smári: „Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki vandlega falið“

Auður Ösp
Mánudaginn 4. desember 2017 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær – þær eru ekki jákvæðar,“ segir Guðmunda Smári Veigarsdóttir meðlimur í stjórn Samtakanna´78.

Guðmunda, sem notast við kynhlutlausa fornafnið héð segir ofbeldi gegn hinsegin fólki vandlega falið í samfélaginu. Nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða svo að ríkjandi hatursglæpir og haturðsorðræða fái ekki að grassera áfram.

Í pistli sem birtist á vef Vísis segir Guðmunda vandamálið vandlega vera falið vegna þess að sú umræða er ekki á þeim jákvæðu nótum sem flestir vilja að einkenni umræðuna um málefni hinsegin fólks.

Guðmunda Smári Veigarsdóttir. Ljósmynd/Úr einkasafni.
Guðmunda Smári Veigarsdóttir. Ljósmynd/Úr einkasafni.

„Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið!“

Þá bendir Guðmunda á að hér er ekki um að ræða afmarkað tilvik: fjölmargir hinsegin einstaklingar líði sálarkvalir vegna þessa:

„Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð.“

Guðmunda telur erfitt að að halda umræðunni á jákvæðum nótum á meðan hryllingurinn fái að vaða uppi.

„Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans?“

segir Guðmunda jafnframt og bendir á að ofbeldi gegn hinsegin fólki eigi aðeins eftir að aukast.

„Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu