fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025

Með og á móti – Flugeldar hjá björgunarsveitunum

Ari Brynjólfsson
Laugardaginn 30. desember 2017 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd: Baldur Árnason

Með

Ylfa Garpsdóttir hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík

Flugeldasalan er okkar stærsta og mikilvægasta fjáröflun. Þetta er meira en helmingur af öllum okkar tekjum, að minnsta kosti í okkar sveit. Þetta er enn mikilvægara fyrir sveitir á landsbyggðinni þar sem flugeldasalan getur verið allt að 90% af tekjunum. Við treystum á framlög allrar þjóðarinnar til að styðja okkur. Fjármunirnir sem við fáum fara að hluta í tækjakaup og viðhald á útbúnaði, þjálfun björgunarsveitarfólks er mjög dýr. Við erum með mjög sérhæfða þjálfun fyrir nýliða og svo eins alls konar sérhæfð námskeið, því við viljum hafa mjög vel þjálfað fólk. Við viljum auðvitað ekki koma í veg fyrir heilbrigða samkeppni á flugeldamarkaði, en við hvetjum fólk til að koma til okkar og styðja við okkur, láta það fé sem fer í flugeldakaup renna til góðs málefnis. Við erum með langstærsta úrvalið af öllum flugeldasölum og það eiga allir að geta fundið eitthvað hjá okkur.


Á móti

Einar Ólafsson hjá Alvöru flugeldum

Flugeldasala á ekki bara að vera í höndum björgunarsveitanna. Þetta er bara vara eins og hver önnur vara. Segjum sem svo að einhverjum dytti í hug að einoka þetta við björgunarsveitir, eða við Félag hjúkrunarfræðinga eða guð má vita hvað, þá verðum við náttúrlega að byrja á að fara með EES-samninginn niður á Austurvöll og brenna hann. Almenn samkeppni er ein af grunnsamþykktum Evrópusambandsins, ég skal viðurkenna það er margt annað í þessum blessaða Evrópusamningi sem fer mikið í taugarnar á mér. Það er ekki hægt að segja að verslun sé opin og jöfn og hins vegar ætla að fá einhverja til að einoka eitthvað. Það er ekki hægt að setja einokun á flugelda eins og það er ekki hægt að setja einokun á að selja broskalla eða eitthvað annað. Sovétleiðin gekk ekkert rosalega vel. Ég hvet annars fólk til að styrkja björgunarsveitirnar, það getur keypt flugelda af mér á því verði sem ég sel þá á og gefið þeim mismuninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar

Fá ekki að skoða tæki manns sem grunaður er um kynferðisbrot gegn dóttur sinni – Segir viðkvæm gögn um stjórnmálaflokk leynast þar
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu

Skagfirðingar lýsa yfir verulegum áhyggjum vegna yfirvofandi breytinga á farsímakerfinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina

Stýrivextir haldast óbreyttir – Allir nefndarmenn studdu ákvörðunina