fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025

Jólagjafir til barnanna í Kulusuk

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Föstudaginn 15. desember 2017 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær fór leiðangur Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, í sína árlegu jólagjafaferð til Kulusuk á Grænlandi. Fyrstur út úr flugvélinni stökk hinn rammíslenski og glaðbeitti Stekkjarstaur með jólapakka og góðgæti í farteskinu. Með honum í för var Hrafn Jökulsson forseti Hróksins, upphafsmaður skáklandnámsins á Grænlandi 2003.

Öll grunnskólabörnin í Kulusuk komu á flugvöllinn, ásamt kennurum og fjölmörgum foreldrum á flugvöllinn til þess að fagna íslensku gestunum. Justine Boassen skólastjóri var heiðruð sérstaklega og allir kennarar grunnskólans fengu ilmandi blóm að gjöf.

Stekkjarstaur var í öruggum höndum áhafnar AIC.  Þarna er sveinki með Gunnari Birni Bjarnasyni, Kristjáni Orra Magnússyni og Íris Jónsdóttur.
Stekkjarstaur var í öruggum höndum áhafnar AIC. Þarna er sveinki með Gunnari Birni Bjarnasyni, Kristjáni Orra Magnússyni og Íris Jónsdóttur.

Vinir okkar hjá Air Iceland Connect fluttu jólasveininn, Stefán Herbertsson og Hrafn Jökulsson til Kulusuk ásamt gnótt af gjöfum.

Margir hjálpuðust að við undirbúning þessarar gleðifarar til bestu nágranna í heimi, Grænlendinga. Í pökkunum var jólaglaðningur frá prjónahópnum góða í Gerðubergi, og fjölmörgum einstaklingum öðrum, sem og ýmislegt fallegt frá BÓNUS, Góu, Sólarfilmu, IKEA og BROS. Það var Henný Nielsen jólagjafastjóri Hróksins sem stýrði innpökkun í Pakkhúsi Hróksins, Grænn markaður sendi afskorin blóm til þess að gleðja þá sem eldri eru og Mjólkursamsalan sendi jólaostaöskjur.

Skólastjórahjónin í Kulusuk heiðruð.
Skólastjórahjónin í Kulusuk heiðruð.

Gjafirnar voru afhentar til þess að þakka fyrir þann vinahug sem á milli landanna tveggja ríkir. Hrafn Jökulsson sagði í stuttu ávarpi í Kulusuk í dag, að Íslendingar ættu bestu nágranna í heimi, og að grannþjóðirnar í norðrinu ættu að stórauka samskipti og samvinnu á sem flestum sviðum.

Kveðja frá næstu nágrönnum Íslands.
Kveðja frá næstu nágrönnum Íslands.
Íris Jónsdóttir frá Air Iceland Connect hjálpaði Stekkjarstaur að koma gjöfunum í réttar hendur.
Íris Jónsdóttir frá Air Iceland Connect hjálpaði Stekkjarstaur að koma gjöfunum í réttar hendur.
Grænlenskir og íslenskir fánar í næsta nágrannabæ Íslands.
Grænlenskir og íslenskir fánar í næsta nágrannabæ Íslands.
Gjafir og gotterí á Grænlandi.
Gjafir og gotterí á Grænlandi.
Elstu börnin í grunnskólanum fengu ipad að gjöf frá íslenskum velunnara.
Elstu börnin í grunnskólanum fengu ipad að gjöf frá íslenskum velunnara.
Allir fengu eitthvað fallegt!
Allir fengu eitthvað fallegt!
Alf flugvallarstjóri heiðraður með blómum og ostakörfu fyrir dyggan stuðning árum saman.
Alf flugvallarstjóri heiðraður með blómum og ostakörfu fyrir dyggan stuðning árum saman.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Prís alltaf verið með lægsta verðið

Prís alltaf verið með lægsta verðið
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool

Reyna að ná saman um kaup og kjör áður en samið verður við Liverpool
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí

Málið til skoðunar eftir fjaðrafok á Grenivík í gærkvöldi – Leikmenn ÍH á skýrslu voru ekki á svæðinu og upp hófst mikið havarí
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Setti sig í samband við Gyokeres eftir erfiða fyrstu umferð – Segist hafa upplifað sig í sömu sporum

Setti sig í samband við Gyokeres eftir erfiða fyrstu umferð – Segist hafa upplifað sig í sömu sporum
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan