fbpx
Föstudagur 22.ágúst 2025

Davíð Þór: „Sóknarbörn mín á Útvarpi Sögu líta ekki á mig sem björtustu von kristindómsins á Íslandi“

Eignaðist barn 18 ára – Slóst við Stein Ármann – Erótískar myndatökur óvissuferð – Átti ekki fyrir páskaeggjum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 10. desember 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur komið víða við í lífi sínu á sviði lista og fræða. Kristinn Haukur heimsótti hann í kirkjuna og spurði meðal annars út í grínferilinn, ritstjórnina á Bleiku og bláu, prestsstörfin og baráttuna við áfengið. Þetta er brot úr löngu viðtali úr helgarblaði DV.

Eilíft líf ekki bundið við tíma

Davíð skráði sig fyrst í guðfræðinám 26 ára gamall vegna þess að honum þótti námsefnið sjálft, tungumál og heimsmynd Hebrea og Grikkja, svo heillandi. Hann ætlaði sér þá ekki að verða prestur heldur fræðimaður og grúskari. Hann hefur ávallt verið trúaður á æðri mátt og eftir sigurinn á áfengisbölinu tók hann upp þráðinn í guðfræðinni en þá til að vígjast. Kom það mörgum Íslendingum í opna skjöldu í ljósi fyrri starfa hans.

„Ég er með óhefðbundinn bakgrunn en ég held að ég sé ekki jafn óhefðbundinn prestur og margir telja. Ýmislegt sem ég segi eða geri vekur oft meiri athygli en þegar kollegar mínir segja eða gera nákvæmlega sömu hluti.“

Hefur þú lent í mótlæti frá öðrum prestum eða safnaðarmeðlimum?

„Nei. Ég hef heyrt það utan úr bæ að fólk eigi erfitt með að taka mig alvarlega sem prest og það er bara allt í lagi. Það eru aðrir prestar sem það fólk getur leitað til. Ég veit að sóknarbörn mín á Útvarpi Sögu líta ekki á mig sem björtustu von kristindómsins á Íslandi. En ég veit það af langri reynslu að maður fær hnífana frekar í bakið en í andlitið. Ég hef gengist við minni fortíð og fólk veit að gæinn í hempunni hefur breyst mikið frá þeim tíma sem hann var að ritstýra Bleiku og bláu.“ Davíð segir kynslóðina sem hafði gaman af Radíusbræðrum nú vaxna upp og kynslóðina sem þeir gengu fram af að hverfa. „Krökkunum sem ég er að vinna með finnst merkilegast að ég hafi talað fyrir Sigmar í Svampi Sveinssyni.“

Hefur reynslan af alkóhólisma styrkt þig í prestsstörfunum?

„Já, hiklaust, og ekki bara sem prest heldur sem manneskju. Að hafa þurft að róa lífróður til að halda geðheilsunni og náð í land hefur styrkt mig sem prest, föður, afa, bróður og vin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu

Myndband: Keflavík styður Píeta samtökin – Glæsilegar treyjur til sölu
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð

Óforbetranlegur barnaníðingur samþykkti tillögu saksóknara um að hann verði geldur með skurðaðgerð
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum

Fær hálft ár borgað ef hann riftir samningi sínum