fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025

Krummi var sleginn í andlitið af George og Margréti: „Ég var andlega niðurlægður af þeim“

Auður Ösp
Mánudaginn 4. desember 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var partur af því sem gerði mig svo reiðan út í þjóðfélagið á sínum tíma og ég þurfti að leysa reiðina úr læðingi. Músíkin okkar var bara leið til að vinna úr reiðinni og tilfinningunum,“ segir Oddur Hrafn Björgvinsson, betur þekktur sem Krummi en hann gerði garðinn frægann með rokksveitinni Mínus á fyrri hluta seinasta áratugar. Uppspretta reiðinnar sem fram kom í tónlistinni er meðal annars einelti sem Krummi varð fyrir á sínum yngri árum þegar hann gekk í Landakotsskóla, á þeim tíma þegar skólinn var rekinn af kaþólsku kirkjunni.

Í viðtali við Morgunblaðið segist Krummi hafa verið lagður í einelti „um árabil.“

„Ég gekk í Landakotsskóla þegar séra George og Margrét Muller voru þar. Þau voru kennararnir mínir,“ segir Krummi og bætir við á öðrum stað:

„Þau lögðu mig í einelti. Ég var aldrei kynferðislega áreittur, ég slapp við það, en ég var laminn af þeim, ég var sleginn utanundir af þeim og ég var andlega niðurlægður af þeim.“

Krummi gekk í Landakotsskóla í tvö ár, frá tíu til tólf ára aldurs og tekur fram að skólaganga hafi ekki verið alslæm enda kynntist hann þar mörgum vinum.

„En ég varð illa fyrir barðinu á séra George og Müller, því það var svo mikið andlegt ofbeldi þarna. Það voru nokkrir sem ég þekkti sem voru ekki jafn heppnir og ég og voru teknir af þeim, lentu virkilega illa í því og einn þeirra er ekki lengur á meðal okkar því hann tók sitt eigið líf. Við vorum alltaf að spá í því „af hverju er hann alltaf látinn sitja eftir þegar við erum að fara?“ og þegar maður er tíu ára gamall þá skilur maður þetta ekkert, þó eitthvað sé skrýtið við þetta allt, og gerir sér enga grein fyrir því hvað er í gangi.“

Krummi gekk í Landakotsskóla frá tíu til tólf ára aldurs.
Margvíslegt andlegt ofbeldi Krummi gekk í Landakotsskóla frá tíu til tólf ára aldurs.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Mundi ekki neitt

Á öðrum stað rifjar Krummi upp upp atvik árið 2006 sem leiddi til þess að hann ákvað að snúa baki við hljómsveitalífinu og óreglunni sem því fylgdi. Fékk hann að eigin sögn taugaáfall.

„Man ekki hvað ég heiti, man ekki hvaðan ég er að koma, veit ekki hvar ég er, alveg megakreisí“

„Þetta var eftir partýstand og andvökunætur, að ég og vinur minn förum út að labba með hundinn hans við golfvöllinn skammt frá álverinu í Straumsvík. Við leggjum okkur aðeins í einhvern lund úti í móa og sofnum, og ég vakna við það að ég er að labba í fjörugrjótinu hjá álverinu – og man ekki neitt. Man ekki hvað ég heiti, man ekki hvaðan ég er að koma, veit ekki hvar ég er, alveg megakreisí. Svo ég labba áfram, hugsa um það að ég verði að koma mér úr fjörunni og upp á land og stefni á einhver hús sem ég sé útundan mér.

Ég rekst á fólk við fyrsta húsið sem ég kem að og spyr hvar ég sé. Fólkið hváir og segir: „nei, er það Björgvinsson? Farðu og tékkaðu á næsta húsi.“ Þar mæti ég konu sem segir mér að heilsa upp á bónda hennar sem sé inni í bílskúr. Ég hitti hann fyrir og spyr hann hver ég sé og hvar ég sé. „Þú ert í Hafnarfirði, skammt frá Álverinu, og ef þú labbar yfir hæðina þá kemstu í áttina að þar sem faðir þinn býr.“ Ég spyr hann þá bara kurteislega hver það sé.“

Það var ekki fyrr en Krummi heyrði nafnið sitt kallað út undan sér að hann fór að átta sig á hver hann væri og í kjölfarið rifjaðist meira upp.

„Ég fer í kjölfarið og sef í nokkra daga, læt renna af mér, alveg ónýtur. Bara búinn. Þá sá ég að ég yrði bara að koma aftur til lífsins,“ segir hann síðan en í kjölfari atviksins tók hann u beygju í lífinu og skipti um starf þar sem vinnutíminn var hefðbundinn. „Síðan þá hef ég haldið mér í lagi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum

Hanna Rún bjó til blómasúlu úr gömlum Mackintosh-kössum
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“

„Þetta endar oft þannig að þegar barnið er orðið fullorðið þá er foreldrið orðið öryrki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins

Uppsagnir á ritstjórn Morgunblaðsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta

Skoða lausnir varðandi Rashford – Gætu klárað dæmið í janúar ef hann samþykkir þetta
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu