fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Ensk brúðhjón létu gefa sig saman á óvenjulegum stað á Íslandi

Auður Ösp
Föstudaginn 3. nóvember 2017 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hilmar Sigvaldason vitavörður í Akranesvita fékk ansi óvænta heimsókn í vitann í gær. Brúðhjón frá Englandi voru gefin saman á toppi vitans og er þetta í fyrsta skipti sem slík athöfn fer þar fram.

Hilmar greinir frá þessu á facebooksíðu vitans en brúðhjónin sem um ræðir heita Oliver Konzeove og Sophie Bright. Var það Berglind Helgadóttir sýslumaðurinn á Akranesi sem gaf þau hjónakorn saman.

Í viðtali við Skagafréttir greinir Hilmar frá því að brúðguminn Oliver hafi á sínum séð myndband með tónlistarmönnunum Ólafi Arnalds og Nönnu Bryndísi úr Of Monsters And Men og stóð hann í þeirri trú að myndbandið hefði verið tekið upp í Akranesvitanum. Hið rétta er hins vegar að að það var tekið upp í Garðskagavita.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=PXkc2GLPl6I&w=684&h=480]

„Það breytti því ekki að þau voru gefin saman í smá roki hér á Skaganum í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem slík athöfn hefur farið fram á toppi Akranesvitans. Áður er búið að gefa hjón saman í fjörunni fyrir framan vitann, inni í vitanum og einnig fyrir framan Gamla vitann,“

segir Hilmar jafnframt en eftir athöfnina héldu hin nýgiftu hjón á Iceland Airwaves hátíðina þar sem þau vonuðust til að hitta Ólaf Arnalds.

Ljósmynd/Facebooksíða Akranesvita
Ljósmynd/Facebooksíða Akranesvita
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum