fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

293 fermetra einbýlishús til sölu á 21 milljón í Breiðholti: Sjáðu myndirnar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 2. nóvember 2017 12:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við Fýlshóla númer sex stendur einbýlishús. Þetta hús er samtals 293,7 fermetrar. Inni í þessari tölu er bílskúrinn sem fylgir. Húsið er til sölu á 21 milljón króna. Og það er góð ástæða fyrir því. Ekkert þak er á húsinu og það þarf að taka allt í gegn. Húsið er þaklaust og allar lagnir ónýtar. Á móti kemur að staðsetning er góð. Þá má stækka húsið upp í 460 fermetra, sjá nánari upplýsingar um húsið hér.

Í lýsingu Eignamiðlunar á húsinu segir:

„Húsið stendur innarlega í botnlangagötu ofan götu. Rúmgóður bílskúr. Miklir möguleikar. Í dag vantar þak á húsið og þarf að skræla einangrun af útveggjum, endurnýja glugga og gler, hurðir og allar lagnir. Húsið hefur staðið í þessu ástandi í talsverðan tíma og því ekki vitað um ástand útveggja. Húsið verður selt í núverandi ástandi.“

Eignamiðlunin bendir þeim á sem áhuga hafa á húsinu að fá sérfræðinga með til að meta ástand hússins áður en það gerir tilboð. Sem sagt, í Breiðholti er til sölu þaklaust hús á 21 milljón. Hér fyrir neðan má sjá myndir:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum