fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Róbert deildarmeistari 2017

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 30. október 2017 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Róbert Lagerman varð um helgina deildarmeistari í Kotru. Fóru úrslitaviðureignirnar fram á Hlemmur Square á laugardaginn. Í undanúrslitum lagði Evrópumeistarinn Róbert Lagerman Íslandsmeistarann Gunnar Birnir Jónsson nokkuð örugglega að velli. Jóhannes Jónsson sigraði Kjartan Ingvarsson í æsispennandi rimmu.

Gunnar Birnir sigraði Kjartan í „bronsleiknum“ eftir nokkrar sviftingar. Um titilinn Deildarmeistarinn 2017 léku svo þeir Jóhannes og Róbert. Úr varð hökuleikur, félagarnir skiptust á um að leiða í einvíginu, þangað til Róbert tók afgerandi forystu 20-13 og vantaði aðeins eitt stig til að tryggja sér sigur. Töldu margir að nú væri einvíginu lokið. En Jóhannes neitaði að gefast upp og jafnaði með ótrúlegum hætti 20-20.

Róberti var þá nóg boðið bað um fimm mínútna pásu, og kom með spariteningana til baka og sigraði síðasta leikinn næsta auðveldlega. Róbert er því „Deildarmeistarinn 2017“

Nánari umfjöllun um mótið má finna hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða

Hafði kynmök við aðra konu fyrir framan unnusta hennar – Segist hafa gert henni greiða
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein

Valgeir brattur í erfiðri baráttu við eitlakrabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum