fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Fatasöfnun fyrir börn í afskekktasta þorpi Grænlands: Viltu vera með?

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 27. september 2017 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laugardaginn, 30. september, milli 14 og 16 verður opið hús í Pakkhúsi Hróksins. Liðsmenn Hróksins stefna í næstu viku á að fara með gleði í farangrinum á hamfarasvæðin í Uummannaq. Hrafn Jökulsson forseti Hróksins segir:

„Þarna eru næstum 200 flóttamenn sem aldrei fá að snúa aftur í litlu þorpin sín vegna hættu á frekari hamförum, í þeim hópi um 70 börn. Mikilvægast er fyrir börnin að upplifa eitthvað skemmtilegt, jákvætt, gleðilegt og við ætlum að sjá um það nú og áfram.“

 Frá Sirkus Íslands
Axel Diego og Bjarni Árnason Frá Sirkus Íslands

Hrafn segir að besta leiðin til að takast á við áföll hjá börnum er að skapa mótvægi og yndislegar minningar, kærleika og gleði. Með í för verða Axel Diego og Bjarni Árnason frá Sirkus Íslands.

„Ef þið lumið á einhverjum fisléttum og meðfærilegum gjöfum er allt slíkt vel þegið. Föt vantar ekki, nema sérverkefnadeildin hefur verið beðin um að útvega góðar úlpur fyrir nokkrar stúlkur á aldrinum 11 til 26 ára. En fyrst og fremst: Kom fagnandi á laugardaginn!“ segir Hrafn og bætir við að sirkus listamennirnir verði enn fremur í Pakkhúsinu um helgina.

Hrafn segir að lokum:

„Hjálpið okkur að gera gleðinnar hátíð á hamfarasvæði að veruleika!“

Þau sem vilja styðja við bakið á grænlenskum börnum sem eiga um sárt að binda er bent á reikningsnúmer Hróksins

Reikningur: 513-26-1188 – Kennitala 620102-2880 – Gens una sumus / Við erum ein fjölskylda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“