fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fókus

Ragnar: „Hvað hefur þetta mál kostað þessa fjölskyldu í andlegum kvölum?“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú eru 9 ár liðin frá hruni. Enn er verið að gera upp mál tengdum því. Skotleyfin sem fjármálafyrirtækin fengu á almenning eru ágætis dæmi í þessari frétt. Hvernig ætli þessari fjölskyldu hafi liðið í þau 9 ár sem tekið hefur að fá þessa niðurstöðu?“

Þetta segir Ragnar Þór Ingólfsson formaðu VR á Facebook-síðu sinni. Þar fjallar hann um í stuttum pistli um niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands sem felldi úr gildi ákvörðun sýslumann á Norðurlandi eystra um að selja íbúð konu vegna vanskila sem voru til kominn vegna þess að sonur hennar hafði fest kaup á bíl árið 2007. Rúv gerði málinu skil. Sonurinn fékk lán hjá Arion banka að upphæð 3.5 milljónir og móðir hans ábyrgðist lánið. Umboðsmaður skuldara ráðlagði honum síðar þegar í óefni var komið að hætta að greiða af láninu. Arion banki fór síðan fram á það árið 2015 að íbúð móður hans yrði seld nauðungarsölu. Konan fór á móti fram á það að ákvörðun yrði hnekkt þar sem að við lánveitingu hefði ekki verið farið að settum reglum. Dómarinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að ósanngjarnt væri að ganga á fasteign konunnar.

Um þetta segir Ragnar:

„Hvað hefur þetta mál kostað þessa fjölskyldu í andlegum kvölum og svefnlausum nóttum? Hvað hafa margar fjölskyldur tapað aleigunni og endað á götunni yfir sama tímabil? Hverjir bera ábyrgð á þessu og litu í hina áttina? Hverjir drógu sængina upp fyrir haus og gera enn gagnvart þessu grímulausa ofbeldi sem enn á sér stað í okkar samfélagi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi

Baldvin Z man nákvæmlega daginn sem hann varð vitni að flugslysi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans

Með fóbíu fyrir sturtu vegna vatnspyntinga kærastans
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“