fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Kröftugar knattspyrnustelpur etja kappi

Símamótið 2017 Í Kópavogi

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 23. júlí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símamótið var haldið helgina 13. – 16. júlí síðastliðinn við Fífuna í Kópavogi. Um er að ræða stærsta knattspyrnumót landsins með um og yfir 2000 þáttakendum, en mótið er fyrir 5., 6. og 7. flokk kvenna. Símamótið var fyrst haldið árið 1985 og var þetta því 32. mótið í röðinni.

292 lið víðsvegar af landinu mættu til keppni, 84 lið í 5. flokki, 116 í 6. flokki og 92 í 7. flokki. Dagskráin hófst með skrúðgöngu frá Digraneskirkju á fimmtudagskvöldinu og keppni hófst að morgni föstudags. Það var sannarlega mikið líf og fjör í Kópavogi yfir helgina, en allir leikir fóru fram á félagssvæði Breiðabliks, bæði úti og í Fífunni. 6. og 7. flokkur léku 5 manna bolta, en 5. flokkur 7 manna bolta. Allir þáttakendur fengu viðurkenningarpeninga.

Fjöldi foreldra, systkina, annarra ættingja og vina mætti síðan á völlinn til að hvetja stelpurnar áfram. Stelpurnar á Símamótinu eru svo sannarlega flottir fulltrúar yngri kynslóðarinnar.

Hildur Harpa Jakobsdóttir, 12 ára, í liði Grindavíkur athugar hvort skórnir séu í lagi, meðan hún bíður eftir næsta leik.
Búnaðurinn skoðaður Hildur Harpa Jakobsdóttir, 12 ára, í liði Grindavíkur athugar hvort skórnir séu í lagi, meðan hún bíður eftir næsta leik.
Sóldís Hulda Gunnarsdóttir, 8 ára, keppir fyrir Álftaness í 7. flokki.
Blá og brosmild Sóldís Hulda Gunnarsdóttir, 8 ára, keppir fyrir Álftaness í 7. flokki.
Sylvia Björg Björgvinsdóttir keppir fyrir 7. flokk Reyni/Víðis.
Töffari í rauðu Sylvia Björg Björgvinsdóttir keppir fyrir 7. flokk Reyni/Víðis.
Stjörnustelpurnar í 7. flokki uppskáru silfur eftir 0-1 úrslitaleik við Fram.
Silfur í hús Stjörnustelpurnar í 7. flokki uppskáru silfur eftir 0-1 úrslitaleik við Fram.
Stelpurnar í 7. flokki Álftaness stilla sér upp fyrir liðsmyndatöku, en öll lið fengu mynd af sér.
Liðsmyndataka Stelpurnar í 7. flokki Álftaness stilla sér upp fyrir liðsmyndatöku, en öll lið fengu mynd af sér.
Stelpurnar í 5. flokki Breiðablik brugðu sér heim til eins pabbans í Kópavogi og tóku stöðufund.
Stöðufundur Stelpurnar í 5. flokki Breiðablik brugðu sér heim til eins pabbans í Kópavogi og tóku stöðufund.
Stelpurnar í 6. flokki Grindavíkur uppskáru bikar og halda honum stoltar á lofti.
Bikar á loft Stelpurnar í 6. flokki Grindavíkur uppskáru bikar og halda honum stoltar á lofti.
Sylvía og Jana Margrét í 7. flokki Reyni/Víðis gistu í Kópavogi yfir helgina og skemmtu sér frábærlega á Símamótinu.
Kátar í Kópavogi Sylvía og Jana Margrét í 7. flokki Reyni/Víðis gistu í Kópavogi yfir helgina og skemmtu sér frábærlega á Símamótinu.
Systurnar Elma Lísa og Íris Eva Stefánsdætur, 9 ára, sem spila með 6. flokki Grindavíkur leika sér milli leikja.
Systur og samherjar Systurnar Elma Lísa og Íris Eva Stefánsdætur, 9 ára, sem spila með 6. flokki Grindavíkur leika sér milli leikja.
Þórsstelpur 6. flokks stilla sér upp fyrir liðsmyndatöku.
Að norðan Þórsstelpur 6. flokks stilla sér upp fyrir liðsmyndatöku.
Vinkonurnar Lára Margrét Valdimarsdóttir og Erla Rún Pétursdóttir, 6 ára, halda inn á völlinn á sínu fyrsta símamóti.
Flautað til leiks Vinkonurnar Lára Margrét Valdimarsdóttir og Erla Rún Pétursdóttir, 6 ára, halda inn á völlinn á sínu fyrsta símamóti.
Stelpurnar halda á völlinn til að keppa við næsta mótherja.
Komið að leik Stelpurnar halda á völlinn til að keppa við næsta mótherja.
Hjörtfríður, Rósa Signý og Ragnheiður Tinna spila með Þór 2 í 6. flokki. Ragnheiður Tinna kveður vinkonur sínar í sumar, þegar hún flytur til Grindavíkur og byrjar að æfa fótbolta þar.
Þróttmiklar Þórsstelpur Hjörtfríður, Rósa Signý og Ragnheiður Tinna spila með Þór 2 í 6. flokki. Ragnheiður Tinna kveður vinkonur sínar í sumar, þegar hún flytur til Grindavíkur og byrjar að æfa fótbolta þar.
Stjörnustelpur í 7. flokki ánægðar að loknu móti.
Ánægðar af loknu móti. Stjörnustelpur í 7. flokki ánægðar að loknu móti.
Fótboltamót snúast um meira en bara fótbolta. Þau snúast líka um að efla tengslin, styrkja vináttuna, leika sér, tala saman og kynnast betur. Seinna meir verða stund eins og þessi oftast eftirminnilegri en akkúrat hvað voru skoruð mörg mörk í einhverjum leik.
Brugðið á leik Fótboltamót snúast um meira en bara fótbolta. Þau snúast líka um að efla tengslin, styrkja vináttuna, leika sér, tala saman og kynnast betur. Seinna meir verða stund eins og þessi oftast eftirminnilegri en akkúrat hvað voru skoruð mörg mörk í einhverjum leik.
Stjörnustelpur í 7. flokki fagna sigri.
Við unnum leikinn! Stjörnustelpur í 7. flokki fagna sigri.
Stelpurnar í 6. flokki  Skallagríms Borgarnesi stilla sér upp í turn.Í neðstu röð frá vinstri: Ólöf Ösp Hjaltadóttir, Rakel Svava Rögnvaldsdóttir, Herdís María Einarsdóttir. Í miðröð frá vinstri: Anna Katrín Haraldsdóttir, Hugrún Harpa Ólafsdóttir og á  toppnum er: Þóra Guðrún Einarsdóttir.Fyrir framan liggur Hrafnhildur Ósk Orradóttir.
Stillt upp í turn Stelpurnar í 6. flokki Skallagríms Borgarnesi stilla sér upp í turn.Í neðstu röð frá vinstri: Ólöf Ösp Hjaltadóttir, Rakel Svava Rögnvaldsdóttir, Herdís María Einarsdóttir. Í miðröð frá vinstri: Anna Katrín Haraldsdóttir, Hugrún Harpa Ólafsdóttir og á toppnum er: Þóra Guðrún Einarsdóttir.Fyrir framan liggur Hrafnhildur Ósk Orradóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Í gær

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn

Sonur Birgittu Lífar og Enoks kominn með nafn
Fókus
Fyrir 2 dögum

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans

TikTok-stjarnan lést á afmælisdegi kærastans
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“

Britney rýfur þögnina eftir meint hörkurifrildi hennar og kærastans – „Ég veit að mamma mín tengist þessu!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“